Um Hamra
Staðurinn
Hamrar, útilífsmiðstöð skáta á Akureyri tók til starfa árið 2000 eftir nokkurra ára uppbyggingu. Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Hamrar eru landnámsjörð sem byggð var úr landnámi Helga Magra.
Aðstaða
Tjaldsvæðið er opið allt árið. Hefðbundinn opnunartími tjaldsvæðisins að Hömrum með fullri þjónustu er frá því í byrjun maí maí til loka október. Utan þess tíma er haft samband við tjaldvörð til að fá aðgang að t.d. að eldhúsi, sturtum, þvottavél o.fl. Frekari upplýsingar í síma 461-2264, 863-0725 og 843-0002
Lesa meiraByggingar
Þar stóð einnig sveitabær sem byggður var 1956 en var endurbyggður í núverandi mynd árið 2000. Þar er þjónustuhús staðarins og svefnaðstaða er fyrir 18 manns á svefnlofti. Tvö salerni og sturta. Borðstofa og eldhús og herbergi með bæklingum, kortum og ýmsum upplýsingum fyrir ferðamenn.
Lesa meiraAfþreying í boði
Á Hömrum er ýmiskonar afþreying í boði fyrir alla aldurshópa. Hægt er að leigja báta á bátatjörninni sem er mjög vinsælt hjá öllum aldurshópum. Hafa skal samband við tjaldvörð til að fá aðgang að bátum og björgunarvestum, og hafa ber í huga að börn eiga aldrei að vera ein við leik í tjörnunum.
Lesa meira