Aðstaða


Aðstaðan 

Opnunartími 

Tjaldsvæðið er opið allt árið. Hefðbundinn opnunartími tjaldsvæðisins að Hömrum með fullri þjónustu er frá því í byrjun maí maí til loka október. Utan þess tíma er haft samband við tjaldvörð til að fá aðgang að t.d. að eldhúsi, sturtum, þvottavél o.fl. Frekari upplýsingar í síma 461-2264, 863-0725 og 843-0002


Vetrarþjónusta

Þótt tjaldsvæðið sé opið allt árið er Vetrarþjónusta að Hömrum er miðuð við mjög takmarkaða viðveru tjaldvarða á tímabilinu 15. Október til 15. maí. Á þessum tíma er þó öll almenn þjónusta í boði s.s. aðgangur að salernum, sturtum, eldhúsi og rafmagni. Hafa ber samband við tjaldvörð við fyrir eða við komu að Hömrum. Upplýsingar um símanúmer má finna hér á síðunni undir hafa samband og á upplýsingatöflum á Hömrum. Vegna veðurs og snjó getur verið efið færð á svæðið og snjómokstur að svæðinu er ekki í forgangi en mokað er eins fljótt og auðið er. Á þessum árstíma eru tjaldflatir oft blautar eða fullar að snjó þannig að gert er ráð fyrir að húsbílar og ferðavagnar séu staðsettir á bílastæðum.


Tjaldsvæðið

Tjaldsvæðinu er skipt uppí 16 tjaldflatir með gróðurbeltum á milli. Flatirnar hafa allar nöfn en oftast er notast við númer þeirra. Svæðið skiptist stórt séð í þrjú minni svæði svipuð af stærð. Tjaldflatir 1 til 6 ásamt hlöðunni aðkomunni og þjónustuhúsinu Hömrum I  mynda eitt svæði. Miðsvæðis á því er þjónustuhús með salernum og sturtum. Það hús nefnist Bóndi.

Annað svæði er með tjaldflatir 7 til 11 og þar er þjónustuhús miðsvæðis með salernum og sturtum. Þar er einnig salerni með aðgengi fyrir fatlaða. Þetta hús nefnist Kerling. Þriðja svæðinu tilheyra tjaldflatir 12 til 16 og þjónustuhúsið Krummi þjónar þeim. Þar eru eins og í hinum húsunum góð hreinlætisaðstaða með salernum og sturtum samt salerni og sturtu með aðgengi fyrir fatlaða. 

Kort af svæðinu

Kort af svæðinu.


Snyrtingar 

Á Hömrum er mjög góð snyrtiaðstaða staðsett á vítt og breytt um svæðið. Samtals eru þetta  36 vatnssalerni  í upphituðum húsum með heitu og köldu vatni. Eitt snyrtingahús er ekki upphitað og aðeins með köldu vatni. Sturtuaðstaða er í þremur af þessum húsum og í þjónustuhúsinu að Hömrum 2. Samtals 14 sturtur. Salerni með aðgengi fatlaðra er í tveimur af þjónustuhúsunum og sturta ái einu þeirra. Vaskaaðstaða er úti við öll salerni og þar eru kranar til að fylla á vatnsbrúsa. Við þrjú stóru þjónustuhúsin er aðstaða til að tæma ferðasalerni og vaskavatn (spillivatn) frá húsbílum og ferðavögnum.


Sturtur 

Í þremur stóru salernishúsunum er heitt vatn og fjórar sturtur í hverju húsi. Aðgangur að sturtunum er innfalinn í gistigjaldinu. 


Snyrtingar með aðgengi fatlaðra 

Á svæðinu eru þrjú salerni og tvær sturtur með aðgengi fyrir fatlaða. 


Þvottavél og þurrkari 

Á tjaldsvæðunum er aðgangur að þvottavél og þurrkara gegn gjaldi. Notaðar eru 50 og 100 kr. myntir í vélarnar. Tjaldverðir skipta í mynt og selja einnig þvottaefni. 


Símar 

Upplýsingasími tjaldstæða að Hömrum 461 2264 og í Þórunnarstræti 462 3379. 


Upplýsingar 

Tjaldverðir veita allar upplýsingar um tjaldsvæðið. Þeir eru oftast á svæðinu á milli kl 7 og 24 og lengur á álagstímum. Tjaldverðir veita einnig upplýsingar um ýmislegt er getur varðað dvöl tjaldgesta á Akureyri og nágreni. Í þjónustuhúsinu er aðgengi að ýmsum ferða- og þjónustubæklingum. Ekki er víst að á öllum tímum sé hægt að hitta á þá í þjónustuhúsin, því þeir sinna einnig ýmsum verkefnum á svæðinu s.s. þrifum og þess háttar. Sími tjaldvarða á vakt er 863-0725


Rafmagn 

Á Hömrum er möguleiki að tengjast rafmagni á öllum tjaldflötum og eru samtals um 200 tenglar á svæðinu. Aðgang að rafmagni hafa eingöngu þeir sem að greitt hafa fyrir hann hjá tjaldverði. Hver tengill er einungis ætlaður fyrir eina tjaldeiningu og fjöltengi eru bönnuð. Eingöngu má nota rafbúnað ætlaðan til utandyranotkunar. Notkun skal vera í lágmarki, oflestun orsakar útslá Nota þarf sérstök þriggja pinna klær á tengisnúrur eða sérstök millistykki. Hægt er að kaupa millistykkin í rafmagnsvöru verslunum og oftast hjá tjaldvörðum.