Fjölskyldutjaldsvæðið að Hömrum um Bíladaga 2024 11. júní 2024
Íslenskur texti
Dagana 13.-17. júní fara fram Bíladagar á Akureyri og búast má við auknum fjölda gesta í bænum og á tjaldsvæðunum. Þessa daga opnar Bílaklúbburinn sérstakt tjaldsvæði á sínu svæði þar sem gestir bíladaga geta dvalið.FjölskyldutjaldsvæðiðaðHömrum er opið um bíladaga líkt og alla daga ársins.Tjaldsvæðið að Hömrum er fyrst og fremst ætlað fjölskyldum og aðgangi stýrt inn á svæðið miðað við það. Aukin gæsla verður þessa helgi og gerðar eru ríkar kröfur til tjaldgestaum að næði sé virt á svæðinu svo bæði börn og fullorðnir geti notið dvalarinnar.18 áraaldurstakmarkerinn átjaldsvæðið á Hömrum og yngri einstaklingum sem ekki verða í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum verður vísað frá. Það dugar ekki að vera í fylgd með einhverjum sem er eldri en átján ára.
Rétt er að taka fram að tjaldsvæðið að Hömrum kom illa undan vetri og eru stórir hlutar af svæðinu illa farnir af kali eins eru hlutar svæðisins mjög blautir ennþá.Unnið er að því að sá í hluta svæðisins og aðra hluta h0fum við þurft að girða af vegna bleytu. Við vonum að þetta hafa isem minnst áhrif á gesti okkar en biðjum alla um að fara eftir leiðbeiningum um hvar má tjalda/leggja til að koma í veg fyrir frekari skemmdir á svæðinu.
Aðalfundur Hamra Sunnudaginn 26. maí 2024 19. maí 2024
Aðalfundur Hamra verður haldinn sunnudaginn 26. maí kl 17.00. Dagskráin hefst með léttum veitingum og svo eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.
Félagar í Skátafélaginu Klakki, foreldrar skáta og St. Georgsgildunum eru hvattir til að mæta.
https://www.facebook.com/events/795591035969119/
Opið allt árið 7. nóvember 2023
Töluvert er að koma af gestum í september en um 120-150 manns eru að gista á svæðinu á hverri nóttu
Verslunnarmannahelgin 2023 1. ágúst 2023
Þessa daganna stendur undirbúningur undir verslunarmannahelgina sem hæst á tjaldsvæðunum á Akureyri. Að mörgu þarf að huga svo alt gangi eins vel og hægt er miðað við þessa miklu ferðahelgi. Við leggjum áherslu á að tjaldsvæðið að Hömrum við Kjarnaskóg er fyrst og fremst hugsað sem fjölskyldutjaldsvæði. Gistigjaldið að Hömrum er kr 2.100 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir börn að 18 ára aldri í fylgd með forráðamanni.
Aðgangur að rafmagni er takmarkaður og aðeins seldur fyrir jafn margar nætur og greitt er fyrir við komu og kostar kr 1.300 pr nótt
Sérstök aðgangsarmbönd verða notuð um verslunarmannahelgina sem allir verða að bera.
Ævintýraland
Frá miðvikudegi til hádegis á sunnudegi verður opið í ævintýraland að Hömrum. Þar er að finna hjólabíla, rafmagnsbíla, hjólabáta og minigolf. Opnunartímar ævintýralandinu er milli kl 10:00-12:00, 12:45-13:00, 16:00-17:45 og 18:00-21:00. Aðgangsmiðar ævintýralandið eru sendir við bátatjörnina og hjá tjaldvörðum. Stakur mið kostar 500 og 5 skipta miðar kosta 2.000 krónur. Hugsanlegt er að ekki sé hægt að halda öllum leiktækjum opnum ef veður er leiðinlegt. Að auki eru á svæðinu ýmis leiktæki, boltavellir, risafótboltaspil og 18 holu folfvöllur sem við hvetjum gesti til að nota.
Athygli er vakin á að það er 18 ára aldurstakmark á tjaldsvæðunum nema í fylgd með forráðamanni. Gistigjald er kr 2.100 pr mann pr nótt.
ALDURSTAKMARK OG SKILRÍKI
Tjaldsvæðið er opið öllum sem náð hafa 18 ára aldri. Miðað er við fæðingardag og framvísa verður gildum skilríkjum. Yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Ekki eru veittar undanþágur frá þessu þó aðrir en forráðamenn bjóðist til að taka ábyrgð á viðkomandi.
ALLIR MEÐ ARMBÖND
Allir verða að bera aðgangsarmbönd um úlnliðinn. Þeim sem ekki hafa armbönd er óheimill aðgangur að tjaldsvæðinu. Munið einnig að geyma kvittanir, ný armbönd eru ekki afhend nema því gamla sé skilað og gegn framvísun kvittunar.
Rétt er að benda á að á tjaldsvæðunum gilda almennar tjaldsvæðareglur sem eru eftirfarandi:
1. Tjaldsvæðið er fjölskyldutjaldsvæði og yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Við sérstakar aðstæður geta aldursta kmörk verði önnur.
2. Gestum ber að hafa samband við tjaldvörð og greiða dvalargjöld.
3. Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu á að vera lágmarki og er takmörkuð við akstur inn og útaf svæðinu. Hámarkshraði er 15. km/klst.
4. Ekki má rjúfa næturkyrrð, vera með háreysti eða valda óþarfa hávaða með umferð eða öðru.
5. Virða ber næturkyrrð á milli kl 24 og 08.
6. Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðinu.
7. Sorp skal sett í þar til gerð ílát, flokkað eftir þeim reglum sem gilda á tjaldsvæðinu.
8. Hundar mega aldrei vera lausir eða án eftirlits á tjaldsvæðinu eða valda öðrum gestum ónæði eða ótta .
9. Vinnið ekki spjöll á náttúrunni, húsnæði eða búnaði tjaldsvæðisins.
10. Brot á umgengnisreglum getur varða ð brottrekstri af tjaldsvæðinu. Það er von okkar að allir geti fundið sér stað til hæfis í tjaldsvæða gistingu um þessa fjölmennu ferðahelgi.
N1 mót 2023 Svæða skipting 3. júlí 2023
Nú styttist í að stór hluti gesta okkar á tjaldsvæðunum verði áhugasamur um boltaspark ungra drengja. Við höfum frengir af því að einhverjir séu á leiðinni til okkar núna föstudagskvöldið 30. júní og svo smá týnist í hópinn. Við á tjaldsvæðunum að Hömrum erum búin að gera grunn af merkingum á svæðum vegna þessa viðburðar og er meðfylgjandi kort af svæðinu með staðsetningum fyrir hvern hóp sem hefur haft samband við okkur. En eins og áður hefur komið fram er þessi merking svæða gerð til að auðvelda hópunum að finna hvert annað en ekki hægt að líta á hana sem frátök á ákveðnu svæði fyrir ákveðið folk eða ákveðin hóp. VIð reynum okkar besta til að koma fólki saman en einnig eru fjölmargir gestir að heimsækja okkur á degi hverjum sem ekki eru á neinn hátt tengdir þessum fótboltamótum og þeir gestir hafa jafnan rétt til að velja sér nóttstað á svæðinu og aðrir. Mikilvægt er að allir átti sig á þessu og taki tillit til annarra tjaldgesta hvort sem það varðar að koma sér fyrir á svæðinu eða búa saman í okkar litla tjaldbæjarfélagi sem myndast á svona dögum.
Þá er einnig mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að aðgengi að rafmagni er takmarkað á svæðinu og alveg ljóst að við getum ekki útvegað öllum aðgengi að því. Auk þess má búast við því að þegar svona margir eru á svæðinu og tengdir rafmagni, að eitthvað verði um það að rafmagnið slái út vegna oflestunar á álagstímiuum. Reynslan kennir okkur að frá kl 20.00 á kvöldin og fram eftir nóttu eru höfuðvörin hjá okkur að springa vegna samlegðaráhrifa þegar allir fara að kynda upp í tjöldum og hýsum sínum. Því er mikilvægt að hafa í huga að stilla notkuninni í hóf eins og maður getur til að koma í veg fyrir eða miinnka líkurnar á því að útsláttur verði. Þá er mikilvægt að hafa í huga að EKKI má hlaða rafmagnsbíla á tjaldtenglunum þar sem það veldur of miklu álagi á kerfið sem er ekki byggt upp miðað við slíka notkun. Eins er mikilvægt að reyna að takmarka þá orku sem kraftmikli ofnar eru að taka, sérstaklega í ljósi þess að spáin er frekar köld og blaut og alveg ljóst að kerfið mun slá út reglulega ef allir eru með sína ofna í botni.
Þá er rétt að minna á að allur akstur um svæðið á að vera í lámarki og við lokum hliðunum inn á svæðið að næturlagi og þá verða men að leggja á bílastæðunum og ganga um svæðið. Því er mikilvægt að huga að því að vera ekki seint á ferð þurfi menn að keyra að dvalarstað sínum.
Fótboltamót á Akureyri 29. júní 2023
Dagana 3.-9. júli verður N1 mótið haldið á Akureyri. Búast má við að fjöldi gesta verði á tjaldsvæðunum. Líkt og undanfarin ár munum við merkja svæði fyrir þau íþróttafélög og hópa sem vilja reyna að tjalda á sama svæði. VIð þurfum að fá upplýsingar um alla slíka hópa í síðasta lagi 30. júní og munum reyna að birta kort af skipulaginu hér á síðunni þegar það er tilbúið. Þeir hópar sem við höfum eitthvað heyrt frá þá þegar eru Hamrar/Ægir, FH, ÍA, Höttur, Hamar, Njarðvík, Keflavík, Fjölnir, Selfoss, Sindra/Neista, Grindavik, Fylkir, Stjarnan, ÍR, ÍBU, Fram, eftir talin félög hafa ekki sent fjöldatölur en haft samband Þróttur Reykjavík, KR, Haukar, Breiðablik. Ef einhverjir hópar eru eftir að hafa samband biðjum við þá að gera það hið fyrsta með þfí að senda tölvupóst á asgeir@harmar.is
Fjölskyldutjaldsvæði að Hömrum - Bíladagar 11. júní 2023
Dagana 14.-17. júní fara fram Bíladagar á Akureyri og búast má við auknum fjölda gesta í bænum og á tjaldsvæðunum. Þessa daga opnar Bílaklúbburinn sérstakt tjaldsvæði á sínu svæði þar sem gestir bíladaga geta dvalið. Að Hömrum er rekið fjölskyldutjaldsvæði líkt og alla aðra daga ársins, hjá okkur er 18 ára aldurstakmark og þurfa þeir sem yngri eru undantekningarlaust að vera í fylgd foreldra eða forráðamanna sinna. Ekki er nóg að þeir séu með öðrum sem eru orðnir 18 ára. Rétt er að taka fram að mikil áhersla er lögð á að svæðið er ætlað fjölskyldufólki og reglur svæðisins miðað út frá því og því mikilvægt að allir gestir okkar fari eftir þeim. Brot á reglum okkar geta varðað brottrekstri af svæðinu.
Hausthátíð að Hömrum 23. nóvember 2022
Laugardaginn 17. september ætlum við að vera með Hausthátíð að Hömrum. Nú eru liðin 22 ár frá því að við opnuðum útilífsmiðstöðina að Hömrum fromlega með skátamótinu Skjótum rótum í lok júní árið 2000. Á tuttugu ára afmælisári Hamra stóð til að halda hátíð en vegna aðstæðna í heiminum reyndist það ómögulegt, svo nú ætlum við að hittast og fagna. Árið í ár er reyndar líka mikið tímamóta ár hja okkur því í sumar var tjaldsvæðinu að Þórunnarstræti lokað og með haustinu lætur Tryggvi Marinósson af störfum hér að Hömrum eftir 14 ár í starfi framkvæmdastjóra og þar á undan var hann auðvita frumkvöðullinn að uppbyggingunni hér og stýrið stjórn Hamra fram að því að hann tók við sem framkvæmdastjóri. Eins er árið í ár merkilegt fyrir þær sakir að í dag, þann 18. ágúst 2022 varð Tryggvi sjötugur og um leið og við óskum honum til hamingju með daginn, þökkum við honum kærlega fyrir að hafa bæði fengið góða hugmynd og fylgt henni svona vel úr hlaði að hún er orðin að þeim veruleika sem bæði við og gestir okkar njóta. Það er mikil vinna sem fylgir því að gera góða hugmynd að veruleika. Hamrahátíðinn þann 17. september er því í senn gott tækifæri til að lýta um öxl og rifja upp hvað unnist hefur, fagna og gleðjast þeim áfanga sem bæði Hamrar og Tryggvi hafa náð auk þess sem gott tækifæri er til að spá í hvað framtíðin hér mun bera í skauti sér.
Nánari dagskrá fyrir Hausthátíð Hamra mun koma síðar en stefnt er á að vera með dagskrá á seinnipart laugardagsins þar sem yrði í bland fræðsla og vinna á staðnum. Í kjölfarið yrði svo grillveisla í boði Hamra og að lokum góð skátakvöldvaka. Við viljum hvetja alla eldri skáta til að taka daginn frá og gleðjast með okkur hér að Hömrum.
Verslunnarmannahelgin á Hömrum 26. júlí 2022
Þessa daganna stendur undirbúningur undir verslunarmannahelgina sem hæst á tjaldsvæðunum á Akureyri. Að mörgu þarf að huga svo alt gangi eins vel og hægt er miðað við þessa miklu ferðahelgi. Við leggjum áherslu á að tjaldsvæðið að Hömrum við Kjarnaskóg er fyrst og fremst hugsað sem fjölskyldutjaldsvæði þótt einstaklingar geti auðvitað einnig dvalið þar. Gistigjaldið að Hömrum er kr 1.900 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir börn að 18 ára aldri í fylgd með forráðamanni.
Aðgangur að rafmagni er takmarkaður og aðeins seldur fyrir jafn margar nætur og greitt er fyrir við komu og kostar kr 1.200 pr nótt
Afsláttarkjör falla úr gildi þessa helgi frá föstudegi til mánudags en á móti kemur að allir sem greiða fyrir alla helgina í einu fá aðgangsmiða að dagskrá fyrir börn. Sérstök aðgangsarmbönd verða notuð um verslunarmannahelgina sem allir verða að bera.
Ævintýraland
Frá föstudagskvöldi til hádegis á sunnudegi verður opið í ævintýraland að Hömrum. Þar er að finna hjólabíla, rafmagnsbíla, hjólabáta, minigolf, hoppukastala og vatnaþrautir. Gestir sem greiða fyrir dvöl fram á mánudag fá miða í ævintýralandið með í gistigjaldinu, en einnig er hægt að kaupa fleiri miða í sérstakri sjoppu sem rekin er á svæðinu en þar er einnig selt candyfloss, krap, gos og sælgæti ásamt rúnstykkjum og kaffi. Opnunartímar í sjoppunni og ævintýralandinu er milli kl 17- 21 á kvöldin og 10-13 á morgnanna. Hugsanlegt er að ekki sé hægt að halda öllum leiktækjum opnum ef veður er leiðinlegt. Að auki eru á svæðinu ýmis leiktæki, boltavellir, risafótboltaspil og 18 holu folfvöllur sem við hvetjum gesti til að nota.
Opnað verður nýtt svæði á Hömrum um verslunarmannahelgina
Um verslunarmannahelgina verður opnað nýtt svæði norðan Hamra sem verið er að útbúa. Það svæði er að þessu sinni hugsað undir tjöld og léttari vagna. Þar er ekki aðgangur að rafmagni. Sömu reglur gilda þar fyrir tjaldgesti og almennt á svæðinu. Allir verða að hjálpast að við að gera dvölina sem ánægjulegasta.
Athygli er vakin á að það er 18 ára aldurstakmark á tjaldsvæðunum nema í fylgd með forráðamanni. Gistigjald er kr 1.900 pr mann pr nótt.
ALDURSTAKMARK OG SKILRÍKI
Tjaldsvæðið er opið öllum sem náð hafa 18 ára aldri. Miðað er við fæðingardag og framvísa verður gildum skilríkjum. Yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Ekki eru veittar undanþágur frá þessu þó aðrir en forráðamenn bjóðist til að taka ábyrgð á viðkomandi.
ALLIR MEÐ ARMBÖND
Allir verða að bera aðgangsarmbönd um úlnliðinn. Þeim sem ekki hafa armbönd er óheimill aðgangur að tjaldsvæðinu. Munið einnig að geyma kvittanir, ný armbönd eru ekki afhend nema því gamla sé skilað og gegn framvísun kvittunar.
Rétt er að benda á að á tjaldsvæðunum gilda almennar tjaldsvæðareglur sem eru eftirfarandi:
1. Tjaldsvæðið er fjölskyldutjaldsvæði og yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Við sérstakar aðstæður geta aldursta kmörk verði önnur.
2. Gestum ber að hafa samband við tjaldvörð og greiða dvalargjöld.
3. Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu á að vera lágmarki og er takmörkuð við akstur inn og útaf svæðinu. Hámarkshraði er 15. km/klst.
4. Ekki má rjúfa næturkyrrð, vera með háreysti eða valda óþarfa hávaða með umferð eða öðru.
5. Virða ber næturkyrrð á milli kl 24 og 08.
6. Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðinu.
7. Sorp skal sett í þar til gerð ílát, flokkað eftir þeim reglum sem gilda á tjaldsvæðinu.
8. Hundar mega aldrei vera lausir eða án eftirlits á tjaldsvæðinu eða valda öðrum gestum ónæði eða ótta .
9. Vinnið ekki spjöll á náttúrunni, húsnæði eða búnaði tjaldsvæðisins.
10. Brot á umgengnisreglum getur varða ð brottrekstri af tjaldsvæðinu. Það er von okkar að allir geti fundið sér stað til hæfis í tjaldsvæða gistingu um þessa fjölmennu ferðahelgi.
N1 mótið á Akureyri 2022 27. júní 2022
Kæru tjaldgestir
Komandi viku 26. Júní -03. Júlí má búast við auknum fjölda gesta á tjaldsvæðinu í tengslum við knattspyrnumót sem haldin eru í bænum þessa daga. Mikið af gestum sem heimsækja okkur þessa daga eru hópar sem eru að fylgja fótboltaliðum á þessum mótum og hafa óskað eftir því að fá að halda hópinn á svæðinu. Við munum því merkja hluta svæðisins með nöfnum þessara liða til að auðvelda þeim að finna hvert annað. Þessar merkingar eru ekki hugsaðar þannig að viðkomandi svæði sé frátekið fyrir ákveðinn hóp heldur aðeins til að hjálpa hópunum að staðsetja sig saman. Öll merking eða frátaka á svæði fyrir gesti sem ekki eru komnir á svæðið er óheimil.
Aðgangur að rafmagni hafa eingöngu þeir sem greitt hafa fyrir hann hjá tjaldverði. Setja skal límmiða með kvittun greiðslu á snúruna þar sem henni er stungið í samband við okkar tengla. Þeir sem ekki setja límmiðana á snúrnar sínar eiga á hættu að tekið verði úr sambandi og aðgangur seldur öðrum.
Óheimilt er að tengja margar einingar saman með fjöltengjum. Eingöngu má nota rafbúnað ætlaðan til utandyranotkunar. Ekki er ætlast til að notuð séu orkufrek tæki, oflestun orsakar útsláfitt. Teglana á tjaldsvæðinu má alls ekki nota til hleðslu á rafmagnsbílum.
Kort með nöfnum hópa sem hafa hafs samband og vilja vera saman á svæðinu. (Uppfært)
Upplýsingabréf til íþróttahópa er hér að neðan
Akureyri 7. júní2022
N1-mótið 2022
Efni: Tjaldsvæði á Akureyri 28.júní-2.júlí
Við bjóðum gesti velkomna á tjaldsvæðiðá Akureyri í sambandi við N1 mótið. Nú er aðeins eitt tjaldsvæði á Akureyri en það er að Hömrum við Kjarnaskóg, því tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti hefur verið lokað. Á Hömrum munum við merkja svæði fyrir þau félög sem hafa samband við okkur og óska eftir að fá að halda hópinn. Við þurfum að fá áætlaðar fjölda tölur sem fyrst en í síðasta lagi fyrir 24. júní. Þessi svæðaskipting er þó eingöngu til viðmiðunar og þæginda fyrir tjaldgestina en ekki hægt að líta á skiptinguna þannig að viðkomandi blettur sé frátekinn fyrir ákveðið félag.Við getum ekki vísað tjaldgestum frá sem þegar eru á svæðinu hyggjast dvelja hjá okkur um lengri tíma vegna einhverra sem hugsanlega eiga eftir koma síðar. Við getum ekki ábyrgst að allir nái að halda hópinn. Stranglega er bannað að tjaldgestir sem koma fyrr á svæðið helgi sér svæði fyrir þá sem seinna koma. Sama á við aðgengi að rafmagnstenglum. Tjaldsvæðið að Hömrum er stórt og getur tekið á móti mjög mörgum gestum og þar eru yfir 200 tenglar til rafmagnstenginga. Um N1 mótið verða takmarkanir á því að hafa bíla hjá gistieiningum svo fleiri komist fyrir á tjaldflötunum. Við gerum okkar besta til að skipuleggja móttöku tjaldgesta þannig að sem flestir fái þá þjónustu sem þeir óska eftir. Mikil ásókn hefur verið í það að láta merkja svæði fyrir ákveðin félög. Það hefur komið fyrir á undanförnum árum að við höfum merkt félögumsvæði fyrir ákveðinn fjölda gistieininga en síðan hafa miklu færri mætt. Það er mikilvægt að félögin reyni að áætla fjölda gistieininga eins nákvæmlega og hægt er.
Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að félög hafi boðað til grillveislnaeða annarra viðburðainni á tjaldsvæðinu að Hömrum. Þetta hefur orsakað mikinn óþarfa akstur um svæðið og valdið tjaldgestum hættu og ónæði. Af þessum sökum hefur verið ákveðið að heimila ekki slíkar samkomur inni á svæðinu.
Gistigjöld á tjaldsvæðunum erkr.1.900,-pr. nótt fyrir 18 ára og eldri. Á Hömrum er veittur afsláttur ef greitt er fyrir fleiri nætur í einu við komu. Fyrsta nóttin er á kr.1.900,- og aðrar nætur á 1.700. Ath. Þetta á eingöngu við ef greitt er fyrir allar næturnar í einu. Aðgangur að rafmagni kostar kr. 1.200 pr. sólarhring. En ekki er víst að allir nái að tengja sig við rafmagn þessa helgi. Þvottur kostar kr. 500. þvottaefni kr. 100 og þurrkari kr. 500. pr. skipti. Aðgangur að sturtum er inni í gistigjaldinu að Hömrum en við biðjum gesti að vera tillitsama og vera ekki lengi í sturtu.
Rétt er að benda á að á tjaldsvæðunum gilda almennar tjaldsvæðareglur sem eru eftirfarandi:
1. Tjaldsvæðið er fjölskyldutjaldsvæði og yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Við sérstakar aðstæður geta aldursta kmörk verði önnur.
2. Gestum ber að hafa samband við tjaldvörð og greiða dvalargjöld.
3. Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu á að vera lágmarki og er takmörkuð við akstur inn og útaf svæðinu. Hámarkshraði er 15. km/klst.
4. Ekki má rjúfa næturkyrrð, vera með háreysti eða valda óþarfa hávaða með umferð eða öðru.
5. Virða ber næturkyrrð á milli kl 24 og 08.
6. Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðinu.
7. Sorp skal sett í þar til gerð ílát, flokkað eftir þeim reglum sem gilda á tjaldsvæðinu.
8. Hundar mega aldrei vera lausir eða án eftirlits á tjaldsvæðinu eða valda öðrum gestum ónæði eða ótta .
9. Vinnið ekki spjöll á náttúrunni, húsnæði eða búnaði tjaldsvæðisins.
10. Brot á umgengnisreglum getur varða ð brottrekstri af tjaldsvæðinu. Það er von okkar að allir geti fundið sér stað til hæfis í tjaldsvæða gistingu um þessa fjölmennu ferðahelgi.
Með kveðju
Fh. Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta
Ásgeir Hreiðarssonframkvæmdastjóri
asgeir@hamrar.is
Bíladagar Fjölskyldutjaldsvæði 2022 8. júní 2022
Nú líður að bíladögum á Akureyri 17.-19. júní. Rétt er að benda á tjaldsvæðið á Akureyri á Hömrum o eru fjölskyldutjaldsvæði. Ekki er lengur rekið tjaldsvæði við Þórunnarstræti. Rekið er sérstakt tjaldsvæði fyrir gesti bíladaga á svæði Bílaklúbbs Akureyrar.
Samkvæmt venju verður gæsla og annar viðbúnaður á tjaldstæðunum aukinn verulega og reglum tjaldsvæðanna framfylgt í hvívetna. 18. ára aldurstakmark á tjaldsvæðunum á Hömrum, Yngri skulu vera í fylgd með forráðamanni
Aðalfundur Hamra 2022 17. mars 2022
Aðalfundur Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta verður haldinn sunnudaginn 27. mars kl 17.00 í skátaheimilinu Hyrnu.
Dagskráin hefst með léttum veitingum og svo eru venjuleg aðalfundastörf samkvæmt samþykktum félagsins.
Félagar í Klakki og St. Georgs gildunum hvattir til að mæta.
Stjórn Hamra
Aðalfundur Hamra GAMALL 17. mars 2022
Aðalfundur Hamra er á morgunn, miðvikudaginn 13. mars.
Þórunnarstræti lokar 20. ágúst 2021
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti lokar mánudaginn 23. ágúst. Við minnum á að á Hömrum er opið allt árið, og nóg pláss.
Verslunarmannahelgin að baki 3. ágúst 2021
Eftir erilsama helgi er nú flest komið í samt lag á tjaldsvæðunum á Akureyri Stórt séð gekk vel hjá okkur um verslunarmannahelgina. Þá varð að vísu talsvert vesen með suma tjaldgestina á laugardagskvöld en þó aðallega með fólk sem ruddist inná svæðið eftir lokun skemmtistaða í bænum. Þetta var önnur verslunarmannahelgin í röð þar sem verulegar fjöldatakmarkanir eru settar á með mjög stuttum fyrirvara og setja afgerandi svip á starfsemina með umtalsvert færri gestum og ýmiskonar röskun á starfseminni. Starfsmenn Hamra og tjaldsvæðisins á Þórunnarstrætinu leystu verk sín vel af hendi við erfiðar aðstæður. Þökkum okkar góðu gestum fyrir komuna.
Ennþá fullt á tjaldsvæðunum 31. júlí 2021
Enn er fullt á tjaldsvæðunum á Hömrum og á Þórunnarstræti, og við getum ekki tekið við fleiri gestum í dag.
Tjaldsvæðin að verða full 30. júlí 2021
Góðan dag.
Nú fara tjaldsvæðin á Hömrum og við Þórunnarstræti að verða full, og hver að verða síðastur að kaupa gistingu. Bráðum þurfum við að loka fyrir komu nýrra gesta. Við minnum gesti sem eiga eftir að framlengja fyrir næstu nótt/nætur að gera það samstundis.
HAFIÐ SAMBAND 29. júlí 2021
Vegna Covid ráðstafana er ljóst að við getum ekki tekið á mót þeim fjölda gesta sem vanalega er hjá okkur á tjaldsvæðunum um verslunarmannahelgina. Þar sem ekki er hægt að panta pláss hjá okkur bendum víð á að hægt er að hringja í síma 461-2260 og fá samband við tjaldverði á báðum tjaldsvæðunum til að fá upplýsingar um stöðuna.
ALLIR MEÐ ARMBÖND 29. júlí 2021
Allir verða að bera aðgangsarmbönd um úlnliðinn. Þar sem tjaldsvæðið við þórunnarstræti er skilgreint sem sóttvarnarhólf v/Covid 19 þar sem geta verið að hámarki 200 gestir. Þeim sem ekki hafa armbönd er óheimill aðgangur að tjaldsvæðinu. Munið einnig að geyma kvittanir. Ný armbönd eru ekki afhend nema því gamla sé skilað og gegn framvísun kvittunar.
Að Hömrum geta verið 800 gestir í fjórum sóttvarnarhólfum. Þar eru einnig notuð aðgangsarmbönd
ALDURSTAKMARK OG SKILRÍKI 29. júlí 2021
Tjaldsvæðið er opið öllum sem náð hafa 18 ára aldri. Miðað er við fæðingardag og framvísa verður gildum skilríkjum. Yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Ekki eru veittar undanþágur frá þessu þó aðrir en forráðamenn bjóðist til að taka ábyrgð á viðkomandi.
VERUM TILLITSÖM OG GERUM DVÖLINA ÁNÆGJULEGA. 29. júlí 2021
Um verslunarmannahelgina verður gestahópurinn á tjaldsvæðunum trúlega blandaður. Almennir ferðamenn sem leið eiga um og þeir sem koma til að taka þátt í ýmsum skipulögðum viðburðum og ýmiskonar dagskrá um helgina. Allir verða að hjálpast að við að gera dvölina sem ánægjulegasta. Búast má við að næturró geti raskast.
Fjögur sóttvarnarhólf á Hömrum og eitt á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti 29. júlí 2021
Fjögur sóttvarnarhólf eru á tjaldsvæðinu að Hömrum. Hvert hólf rúmar 200 gesti 6ára og eldri. Hólfið á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti rúmar á sama hátt 200 gesti.
Tjaldsvæðin á Akureyri á Hömrum og við Þórunnarstrætið 29. júlí 2021
Á Þórunnarstrætinu kostar nótin kr. 2.000 eða kr 6.000 yfir helgina frá föstudegi til mánudags ef gjaldið er greitt fyrir eina nótt í einu. Ef greitt er fyrir allar þrjár næturnar í einu lagi við komu á föstudag kostar nóttin kr 1.800 eða kr 5.400 til mánudags og frá laugardegi kr. 3.600 Dvalargestir þurfa að bera sérstök aðgangsarmbönd þessa helgi. Ekki eru afgreidd ný armbönd í stað slitinna nema að farmvísað sé því gamla ásamt kvittun fyrir greiðslu.
Á Hömrum kostar nóttin kr. 1.800 pr.gest pr.nótt fyrir 18 ára og eldri.
Þessa helgi falla afsláttarkjör úr gildi.
Hertar samkomutakmarkanir 26. júlí 2021
Hertar samkomutakmarkanir vegna Covid-19 sem tóku gildi um helgina hafa mikil áhrif á starfsemi tjaldsvæða bæjarins og getu þeirra til að taka á móti gestum.
Gefnar hafa verið út leiðbeiningar fyrir tjaldsvæði í tengslum við sóttvarnareglurnar sem fela meðal annars í sér að hvert svæði má taka við 75% af hámarksfjölda og ef fjöldi fer yfir 200 manns skal skipta svæðinu í sóttvarnarými. Eitt salerni er lágmark fyrir hvert rými og skal enginn samgangur vera á milli þeirra.
Rekstraraðilar tjaldsvæðanna á Akureyri leggja sig fram við að fylgja þessum reglum í hvívetna og hefur svæðinu á Hömrum því verið skipt í nokkur sóttvarnarými.
Mikil ásókn hefur verið í útivistarsvæðið á Hömrum í sumar og hefur fjöldi gesta dvalið á tjaldsvæðinu að undanförnu auk þess sem heimamenn á öllum aldri hafa notið þeirrar afþreyingar sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Breyttar aðstæður nú hafa hins vegar í för með sér aukið álag á starfsfólk sem vill í senn taka vel á móti gestum, tryggja öryggi og fylgja hertum reglum. Viðbúið er að færri gestir komist að en vilja á Hömrum á næstunni og er mikilvægt að fólk sýni því skilning.
Umsjónarmenn tjaldsvæðanna biðla einnig til íbúa bæjarins og gesta sem ekki dvelja á tjaldsvæðinu að velja frekar önnur svæði til að njóta úvistar en þau sem tilheyra Hömrum meðan þetta ástand varir. Vert er að geta þess að á Akureyri eru fjölmörg framúrskarandi útivistar- og leiksvæði. Má til dæmis nefna Kjarnaskóg, í næsta nágrenni Hamra, þar sem er nóg pláss og auðvelt að halda góðri fjarlægð.
Hægt að taka á móti fleiri gestum 26. júlí 2021
Nú getum við tekið á móti fleiri gestum, Á Hömrum megum við taka á móti 800 gestum samtals, börn fædd 2016 og síðar ekki talin með. Á Þórunnarstræti getum við tekið á móti 200 gestum. EKKI er hægt að panta eða taka frá svæði, það á bæði við um Hamra og Þórunnarstræti.
Athugið að gestir þurfa að gefa upp fullt nafn, kennitölu og símanúmer við komu, Þetta á við um ALLA gesti á báðum tjaldsvæðum.
Samkomutakmarkanir vegna Covid-19 24. júlí 2021
Vegna samkomutakmarkana getum við ekki tekið á móti fleiri gestum í dag, 24. júlí né á morgunn, 25. júlí. Ekki er hægt að framlengja gistingu núverandi gesta. Þetta á við um bæði tjaldsvæðið á Hömrum og Þórunnarstræti. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
Fullt á Tjaldsvæðinu 20. júlí 2021
Því miður getum við ekki tekið við fleiri gestum í dag, 20. júní.
Fullt á tjaldsvæðinu í dag 20. júlí 2021
Í dag 20. Júlí getum við því miður ekki tekið við fleiri gestum. Við setjum tilkynningu um leið og einhver pláss losna.
Bílar á tjaldsvæðunum um Bíladaga. 15. júní 2021
Keppnisbílar, hjól eða önnur keppnistæki verða ekki leyfðir inni á tjaldflötum um bíladaga. Á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti verða þessi tæki að vera á bílastæðinu utan svæðis. Á Hömrum eru bílastæði við tjaldflatir 3,5,8,9 og 11. Keppendum er vinsamleg bent á að velja einhverja af þessum flötum þá geta keppnistæki verið í augsýn eiganda.
Bíladagar Fjölskyldutjaldsvæði. 15. júní 2021
Næstu daga verða bíladagar á Akureyri 17-19 júní. Rétt er að benda á tjaldsvæðin á Akureyri bæði á Hömrum og við Þórunnarstræti eru fjölskyldutjaldsvæði. Rekið er sérstakt tjaldsvæði fyrir gesti bíladaga á svæði Bílaklúbbs Akureyrar.
Samkvæmt venju verður gæsla og annar viðbúnaður á tjaldsæðunum aukinn verulega og reglum tjaldsvæðanna framfylgt í hvívetna. 18. ára aldurstakmark á tjaldsvæðunum á Hömrum og við Þórunnarstræti, Yngri skulu vera í fylgd með forráðamanni
Lokun vegar 8. júní 2021
Vegna vinnu við lagningu háspennustrengja fyrir Hólasandslínu 3 þarf að loka Kjarnabraut norðan við afleggjara að tjaldsvæðinu að Hömrum tímabundið.
Áætluð lokun er frá kl.06.00 miðvikudaginn 9. júní til kl. 12.00 fimmtudaginn 10. júní.
Á þessu tímabili verður að aka í gegnum Kjarnaskóg að og frá tjaldsvæðinu að Hömrum.
Tjaldsvæðið er opið 26. maí 2021
Að venju er tjaldsvæðið að Hömrum opið og tekið er vel á móti ferðalöngum. Talsvert hefur verið að gera síðustu daga og útlit fyrir frábært veður um helgina. Þegar þetta er skrifað er 17,3 °C hit hér að hömrum og glampandi sól.
Aðalfundur 21. mars 2021
Réttur til fundarsetu á aðalfundi
MEÐ ATKVÆÐISRÉTT: allir fullgildir félagar í Klakki 18 ára og eldri, styrktarfélagar Hamra og félagar í þeim samtökum skáta og samstarfsaðila sem aðalfundur hefur samþykkt sem samstarfsaðila.
MEÐ MÁLFRELSI OG TILLÖGURÉTT forráðamenn skáta í Skátafélaginu Klakki og þeir er stjórn býður sérstaklega á fundinn, eða fundurinn ákveður.
Aðalfundur 21. mars 2021
Réttur til fundarsetu á aðalfundi
MEÐ ATKVÆÐISRÉTT: allir fullgildir félagar í Klakki 18 ára og eldri, styrktarfélagar Hamra og félagar í þeim samtökum skáta og samstarfsaðila sem aðalfundur hefur samþykkt sem samstarfsaðila.
MEÐ MÁLFRELSI OG TILLÖGURÉTT forráðamenn skáta í Skátafélaginu Klakki og þeir er stjórn býður sérstaklega á fundinn, eða fundurinn ákveður.
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti lokar 19. ágúst 2020
Undanfarin ár hefur aðsókn íslenskra tjaldgesta að tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti alveg dottið niður um 20. ágúst. Þess má geta að eftir 23. ágúst á síðasta ári gisti enginn íslenskur á svæðinu.
Nú í haust er ekki útlit fyrir að margir erlendir ferðamenn verði á ferðinni í ljósi hertra skilyrða við komu til landsins í tengslum við Covid-19.
Ákveðið hefur verið að loka tjaldsvæðinu nú á föstudaginn 21. ágúst kl 12 á hádegi.
Ferðalöngum er bent á tjaldsvæðið að Hömrum sem verður opið allt árið og þar er veitt full þjónusta.
Síminn þar er 461-2264.
Fjöldatakmarkanir á tjaldsvæðunum á Akureyri 10. ágúst 2020
Nú er staðan þannig á tjaldsvæðunum á Akureyri að einungis er hægt að taka á móti 400 gestum 16 ára og eldri á Hömrum og 100 á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti.
Undanfarnar nætur höfum við fyllt upp í þessar tölur. Væntanlegir gestir eru því beðnir að hafa samband við okkur símleiðis til að vita stöðuna ef ætlunin era ð koma til okkar.
Síminn á Hömrum er 4612264 eða 863-0725
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti 863-0726
Pláss á Tjaldsvæðina að Hömrum Akureyri 1. ágúst 2020
Nú er staðan þannig á tjaldsvæðunum á Akureyri að hægt era ð taka á móti fleiri gestum á Tjaldsvæðið á Hömrum.
Covid-19 31. júlí 2020
Í ljósi fjöldatakmarkana í samkomubanni, getum við ekki tekið á móti fleiri gestum að sinni á tjaldsvæðunum.
Covid-19 30. júlí 2020
Samkvæmt takmörkunum á samkomum sem taka gildi á hádegi á morgunn, þann 31. júlí. Þá getum við einungis tekið við 500 gestum á tjaldsvæði Akureyrar. Eins og staðan er núna getum við einungis selt 1 nótt til þeirra sem koma, en gestir sem þegar eru á svæðinu, geta framlengt, meðan svigrúm er til að bæta við gestum.
Tjaldsvæðin á Akureyri á Hömrum og við Þórunnarstrætið 30. júlí 2020
Um verslunarmannahelgina 2020 er aldurstakmarkið 20 árn ema í fylgd með fjölskyldu. Gildir frá 16 á föstudegi til kl 16 á mánudegi.
Verslunarmannahelgin á Akureyri - hækkað aldurstakmark á tjaldsvæðum 27. júlí 2020
Akureyrarbær, Vinir Akureyrar og Lögreglan á Norðurlandi eystra hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu vegna verslunarmannahelgarinnar á Akureyri:
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður ekki haldin með hefðbundnu sniði á Akureyri um verslunarmannahelgina og brugðið verður út frá venjum í veigamiklum atriðum. Er það gert vegna Covid-19 faraldursins. Á tjaldsvæðum bæjarins verður aldurstakmark hækkað í 20 ár í því skyni að auðvelda fjöldatakmarkanir og forgangsraða í þágu fjölskyldufólks.
Í boði verða litlir fjölskylduvænir viðburðir víðs vegar um bæinn og tryggt að fullorðnir gestir á einstökum stöðum verði aldrei fleiri en 500 í samræmi við þau mörk sem sett eru af sóttvarnaryfirvöldum. Stórir útitónleikar í miðbænum verða ekki á dagskrá né heldur Sparitónleikar á flötinni við Samkomuhúsið á sunnudagskvöld. Þá verður skemmtistöðum lokað kl. 23 öll kvöld eins og reglur segja til um.
Með þessu vilja skipuleggjendur hátíðarinnar sýna ábyrgð en gefa fjölskyldufólki engu að síður tækifæri til að gera sér dagamun á Akureyri um verslunarmannahelgina.
N1- mótið 2020 Tjaldsvæði á Akureyri 1. - 4. júlí 22. júní 2020
Við bjóðum gesti velkomna á tjaldsvæðin á Akureyri í sambandi við N1 mótið. Tjaldsvæðin á Akureyri eru tvö. Annað við Þórunnarstræti og hitt að Hömrum við Kjarnaskóg.
Um leið og við biðjumst velvirðingar á töfum á upplýsingum varðandi fyrirkomulagið á tjaldsvæðunum á Akureyri um N1-mótið viljum við taka fram að það stafar af óvissu og ýmsum ráðstöfunum tengdum viðbrögðum vegna Covid-19 og leiðbeiningum embættis landlæknis um starfsemi tjaldsvæða. Þetta snýr að fjölda gesta í sóttvarnarhólfi, nálgunarmörk o.fl.
Helstu breytingar frá fyrri árum verða þær að tjaldgestir verða að virða 4 metra fjarlægðarmörk á milli gistieininga nema þegar um fjölskyldur eða hópa með miklu samneyti á milli einstaklinga og takmarka samneyti við tjaldgesti í öðrum sóttvarnarhólfum.
Tjaldgestir verða að virða 2ja metra nálgunarmörk á milli einstaklinga eins og kostur er.
Takmarka þarf samneyti aðskildra ferðahópða eins og kostur er.
Ekki verða merkt svæði fyrir félög á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti og stranglega er bannað að tjaldgestir sem koma fyrr á svæði helgi sér svæði fyrir þá sem seinna koma.
Á Hömrum verða merkt svæði fyrir þau félög sem þess óska fyrir 28. Júní.
Þessi svæðaskipting er þó eingöngu til viðmiðunar og þæginda fyrir tjaldgestina en ekki hægt að líta á skiptinguna þannig að viðkomandi blettur sé frátekinn fyrir ákveðið félag. Við getum ekki vísað tjaldsgestum frá sem þegar eru á svæðinu hyggjast dvelja hjá okkur um lengri tíma vegna einhverra sem hugsanlega eiga eftir koma síðar. Við getum ekki ábyrgst að allir nái að halda hópinn.
Sama regla á við á Hömrum og á Tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti að stranglega er bannað að tjaldgestir sem koma fyrr á svæðið helgi sér svæði fyrir þá sem seinna koma. Sama á við aðgengi að rafmagnstenglum.
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti er lítið og tekur mjög takmarkaðan fjölda tjaldgesta. Þar er einnig mun takmarkaðra aðgengi að rafmagni en á Hömrum. Á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti skulu bílar vera á bílastæðum utan svæðis. Tjaldsvæðið að Hömrum er risastórt og getur tekið á móti mjög mörgum gestum og þar eru yfir 200 tenglar til rafmagnstenginga.
Við gerum okkar besta til að skipuleggja móttöku tjaldgesta þannig að sem flestir fái þá þjónustu sem þeir óska eftir. Mikil ásókn hefur verið í það að láta merkja svæði fyrir ákveðin félög. hópa á báðum tjaldsvæðum. Það hefur komið fyrir á undanförnum árum að við höfum merkt félögum svæði fyrir ákveðinn fjölda gistieininga en síðan hafa mikklu færri mætt. Það er mikilvægt að félögin reyni að áætla fjölda gistieininga eins nákvæmlega og hægt er.
Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að félög hafi boðað til grillveislna inni á tjaldsvæðinu að Hömrum. Þetta hefur orsakað mikinn óþarfa akstur um svæðið og valdið tjaldgestum hættu og ónæði.
Af þessum sökum og með hliðsjón af Covid-19 viðmiðum hefur verið ákveðið að heimila ekki slíkar samkomur inni á svæðinu.
Gistigjöld á báðum tjaldsvæðunum er kr. 1.700,- pr. nótt fyrir 18 ára og eldri.
Á Hömrum er veittur afsláttur ef greitt er fyrir fleiri nætur í einu við komu. Fyrsta nóttin er á kr. 1.700,- og aðrar nætur á 1.500. Ath. Þetta á eingöngu við ef greitt er fyrir allar næturnar í einu.
Aðgangur að rafmagni kostar kr. 1.050 pr. sólarhring. Mjög takamarkaður aðgangur að rafmagni á Þórunnarstrætinu en betri möguleikar að Hömrum.
Þvottur kostar kr. 500. þvottaefni kr. 100 og þurrkari kr. 500. pr. skipti. Aðgangur að sturtum kostar 400 kr á Þórunnarstrætinu en er inni í gistigjaldinu að Hömrum.
Rétt er að benda á að á tjaldsvæðunum gilda almennar tjaldsvæðareglur sem eru eftirfarandi:
Tjaldsvæðið er fjölskyldutjaldsvæði og yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Við sérstakar aðstæður geta aldurstakmörk verði önnur.
Gestum ber að hafa samband við tjaldvörð og greiða dvalargjöld.
Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu á að vera lágmarki og er takmörkuð við akstur inn og útaf svæðinu. Hámarkshraði er 15. km/klst.
Ekki má rjúfa næturkyrrð, vera með háreysti eða valda óþarfa hávaða með umferð eða öðru.
Virða ber næturkyrrð á milli kl 24 og 08.
Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðinu.
Sorp skal sett í þar til gerð ílát, flokkað eftir þeim reglum sem gilda á tjaldsvæðinu.
Hundar mega aldrei vera lausir eða án eftirlits á tjaldsvæðinu eða valda öðrum gestum ónæði eða ótta.
Vinnið ekki spjöll á náttúrunni, húsnæði eða búnaði tjaldsvæðisins.
Brot á umgengnisreglum getur varðað brottrekstri af tjaldsvæðinu.
Það er von okkar að allir geti fundið sér stað til hæfis í tjaldsvæða gistingu um þessa fjölmennu ferðahelgi.
GSM 843-0002 email tryggvi@hamrar.is www.hamrar.is
TJALDSVÆÐIÐ HÖMRUM OPNAR 15. MAÍ 7. maí 2020
Tjaldsvæðið að Hömrum hefur verið lokað frá því byrjun apríl. Nú stefnum við á að opna aftur þann 15 maí.
Athugið að miklar takmarkanir munu vera á starfsemi tjaldsvæðisins vegna Covid 19. Settar hafa verið fjöldatakmarkanir og önnur viðmið varðandi starfsemi tjaldsvæða sem við erum þessa daganna að vinna úr og skipuleggja okkur fyrir sumarið.
SUMARDAGURINN FYRSTI 21. apríl 2020
Í tilefni af því að í vor verða 20 ár frá formlegri opnun svæðisins að Hömrum var ætlunin að vera með veglegri dagskrá í hlöðunni að Hömrum á fyrsta sumardag en venjulega.
Í ljósi aðstæðna verður ekki nein sumarsúpa að Hömrum á sumardaginn fyrsta í ár. Við bjóðum bara uppá súpu seinna á árinu.
Tjaldsvæðið lokað um páskana 9. apríl 2020
Tjaldsvæðið að Hömrum er lokað um páskana með tilliti til samkomubanns.
Gistigjald um verslunarmannahelgina 2019 26. júlí 2019
GISTIGJALD Á TJALDSVÆÐINU VIÐ ÞÓRUNNARSTRÆTI UM VERSLUNARMANNAHELGINA
Á Þórunnarstrætinu kostar nótin kr. 2200 eða kr 6600 yfir helgina frá föstudegi til mánudags ef gjaldið er greitt fyrir eina nótt í einu. Ef greitt er fyrir allar þrjár næturnar í einu lagi við komu á föstudag kostarkr 5000 til mánudags og frá laugardegi kr. 3400 Ekki er endurgreitt þótt menn fari fyrr. Dvalargestir þurfa að bera sérstök aðgangsarmbönd þessa helgi. Ekki eru afgreidd ný armbönd í stað slitinna nema að farmvísað sé því gamla ásamt kvittun fyrir greiðslu
Þeim sem eru óánægðir með þetta er bent á að á Hömrum er hægt að greiða fyrir hverja nótt á kr. 1600 En það á bara við um fjölskyldufólk.
GISTINÁTTASKATTUR KR 333 bætist við fyrir hverja nótt
Tjaldsvæðið við þórunnarstræti um verslunarmannahelgina 15. júlí 2019
Um verslunarmannahelgina verður gestahópurinn á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti trúlega mjög blandaður. Þar verður talsvert um almenna ferðamenn sem leið eiga um. Einnig fjölskyldufólk og þeir sem koma til að taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum og ýmiskonar dagskrá um helgina. Allir verða að hjálpast að við að gera dvölina sem ánægjulegasta.
Athygli er vakin á að það er 18 ára aldurstakmark á tjaldsvæðunum nema í fylgd með forráðamanni. Einnig er hækkað gistigjald hækkað lítilega vegna aukinns viðbúnaðar s.s. gæslu o.fl..
Verslunarmannahelgina á tjaldsvæðinu á Hömrum Akureyri 15. júlí 2019
Þessa daganna stendur undirbúningur undir verslunarmannahelgina sem hæst á tjaldsvæðunum á Akureyri. Að mörgu þarf að huga svo alt gangi eins vel og hægt er miðað við þessa miklu ferðahelgi. Við leggjum áherslu á að tjaldsvæðið að Hömrum við Kjarnaskóg er fyrst og fremst hugsað sem fjölskyldutjaldsvæði þótt einstaklingar geti auðvitað einnig dvalið þar. Gistigjaldið að Hömrum er kr 1600 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir börn að 18 ára aldri í fylgd með forráðamanni.
Aðgangur að rafmagni er takmarkaður og aðeins seldur fyrir jafn margar nætur og greitt er fyrir við komu og kostar kr 1.000 pr nótt
Bíladagar Fjölskyldutjaldsvæði. 12. júní 2019
Næstu daga verða bíladagar á Akureyri 14-17 júní. Rétt er að benda á tjaldsvæðin á Akureyri bæði á Hömrum og við Þórunnarstræti eru fjölskyldutjaldsvæði. Rekið er sérstakt tjaldsvæði fyrir gesti bíladaga á svæði Bílaklúbbs Akureyrar.
Samkvæmt venju verður gæsla og annar viðbúnaður á tjaldsæðunum aukinn verulega og reglum tjaldsvæðanna framfylgt í hvívetna.
Víðförlir ferðamenn 29. apríl 2019
Víðförlir ferðamenn allaleið frá Kína á þessum bíl. Auðvitað koma þau við á Hömrum enda vorið komið þar og trén nærri laufguð.
Sumardagurinn fyrsti 2019 24. apríl 2019
Sumardagurinn fyrsti verður fimmtudaginn 25. apríl og mun Klakkur fagna honum með hefðbundnum hætti. Skátar safnast saman við Giljaskóla klukkan 10.30. Þaðan er gengið til messu í Glerárkirkju og hefst hún klukkan 11.00. Klukkan 12:30 er svo skátum, fjölskyldum þeirra og velunnurum boðið í léttan hádegisverð, gleði og glens á Hömrum.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn !
Vegur lokaður vegna ófærðar 12. apríl 2019
22.3.19 Vegna óveðurs þá er vegurinn upp að Hömrum ófær, engum er ráðlagt að koma hér uppeftir.
Óveður og ófærð 22. mars 2019
22.mars
Gert er ráð fyrir stórhríð á Akureyri og nágreni í dag. Ekkert ferðaveður og má búast við áfærð á vegum.
Úrvals skíðafæri á Hömrum 5. mars 2019
Margir nýta sér að koma á gönguskíði á Hömrum en gönguskíðabreut tengist brautunum í Kjarnaskógi og Naustaborgum
AÐALFUNDUR HAMRA 2019 5. mars 2019
Aðalfundur Hamra útilífs- og umhverfismistöðvar skáta verður haldinn miðvikudaginn 13. mars kl 19 30 í skátaheimilinu Hyrnu Þórunnarstræti 99
Félagar í Klakki, foreldrar og félagar í St. Georgsgildunum eru hvattir til að mæta.
Mikill snjór á Hömrum. 19. febrúar 2019
Fólk á skíðum og annarri útivist. Fullt tungl í morgun. Meðf. mynd var tekin á síðasta fulla tungli
Gestir allar nætur á Hömrum 15. febrúar 2019
Gestir í húsbílum eða tjöldum á hverri nóttu að Hömrum og njóta frábærrar aðstöðu og þjónustu.
Frábært veður 15. febrúar 2019
Sólin skín á fallegt umhverfi Hamra. Fjöldi fólks notar góða veðrið til útiveru
Stækkun tjaldsvæðisins 15. febrúar 2019
Framkvæmdir við nýjar tjaldflatir halda áfram. Verið að flytja mikið magna f mold á svæðið.
Nýtt aðsóknarmet á tjaldsvæðunum 11. desember 2018
Enn verður slegið met í aðsókn að tjaldsvæðunum á Akureyri. Íslendingum fjölgar á báðum svæðum en erlendum gestum fækkar heldur að hömrum en tals vert mikið á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti. Nú stefnir í að gistinætur verði tæplega 60.000 þetta árið
Sógræna jólatréð er selt að Hömrum 11. desember 2018
Eins og venjulega seljum við hér að Hömrum hið vinsæla sígræna jólatré.
Nýjar tjaldflatir að Hömrum 17. ágúst 2018
Nú eru hafnar framkvæmdir við tvær nýjar tjaldflatir á Hömrum. Flatirnar verða norðan núverandi svæðis og verða þá tjaldflatirnar orðnar 19 alls. Fyrsti áfangi fellst í að keyra mold inn á svæðið. Gert er ráð fyrir að flytja allt að 34.000 rúmmetra af efni til að forma tjaldflatirnar. Til að flytja allt þetta efni þarf að fara í talsverðar vegaframkvæmdir sem nú standa yfir.
HELGIN BYRJAR VEL Á AKUREYRI 3. ágúst 2018
Helgin byrjar vel hér á tjaldsvæðunum á Akureyri. Margir voru að koma fram eftir kvöldi. Spáin er mjög góð fyrir helgina þannig að von er á góðu veðri, sól og blíðu alla helgina.
Við erum með mikinn viðbúnað á báðum svæðum svo gestir okkar geti haft ánægjulega dvöl á Akureyri um helgina. Við viljum minna á að á Hömrum er dagskrá ætluð börnum um helgina og bætist hún við fjölbreytta dagskrá í bænum.
Við viljum minna á að á Tjaldsvæðunum á Akureyri er 18 ára aldurstakmark nema í fylgd með forráðamanni og ekki eru veittar undanþágur frá því. Einnig minnum við á breytt gistigjald á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti.
LESIÐ FREKARI UPPLÝSINGAR UNDIR FRÉTTA-FLIPANUM
Dagskrá AÐ HÖMRUM UM VERSLUNARMANNAHELGINA 31. júlí 2018
Verið er að undirbúa dagskrá fyrir tjaldgesti um verslunarmannahelgina.
Reynt verður að gera dagskrána einsfjölbreytta og kostur er. Tjaldgestir sem greiða fyrir alla helgina við komu fá aðgangskort sem gildir í 5 dagskrár atriði. Hægt er að kaupa aðgangskort að vild á kr. 500 hjá tjaldvörðum.
Allir sem greiða fyrir alla helgina við komu fá eitt kort sem er innifalið í gistigjaldinu.
Föstudagur
Frisbifgolfið er alltaf opið
Ratleikur 18-21
Laugardagur og sunnudagur
Frisbifgolfið er alltaf opið
Leikjatjörnin með flekum ef veður leifir ca kl 10-14
Kl. 18-21: Ævintýraland, hoppukastalar, hjólabílar, rafmagnsbílar bátar og mini-golf Ratleikur og frisbigolfið alltaf opið
Mánudagur
Ratleikur 09-12
Frisbigolfið alltaf opið
Aðeins þarf að nota aðgangskort í ævintýralandið. Frjáls aðgangur er í aðra dagskrárliði.
Fleira um verslunarmannahelgina undir frétta-flipanum
Tjaldsvæðið við þórunnarstræti um verslunarmannahelgina 28. júlí 2018
Um verslunarmannahelgina verður gestahópurinn á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti trúlega mjög blandaður. Þar verður talsvert um almennir ferðamenn sem leið eiga um. Einnig fjölskyldufólk og þeir sem koma til að taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum og ýmiskonar dagskrá um helgina. Allir verða að hjálpast að við að gera dvölina sem ánægjulegasta.
Athygli er vakin á að það er 18 ára aldurstakmark á tjaldsvæðunum nema í fylgd með forráðamanni. Einnig er hækkað gistigjald.
Undirbúningur fyrir verslunarmannahelgina á tjaldsvæðinu á Hömrum 28. júlí 2018
Þessa daganna stendur undirbúningur undir verslunarmannahelgina sem hæst á tjaldsvæðunum á Akureyri. Að mörgu þarf að huga svo alt gangi eins vel og hægt er miðað við þessa miklu ferðahelgi. Við leggjum áherslu á að tjaldsvæðið að Hömrum við Kjarnaskóg er fyrst og fremst hugsað sem fjölskyldutjaldsvæði þótt einstaklingar geti auðvitað einnig dvalið þar. Gistigjaldið að Hömrum er kr 1500 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir börn. Afsláttarkjör falla úr gildi þessa helgi frá föstudegi til mánudags en á móti kemur að allir sem greiða fyrir alla helgina í einu fá aðgangsmiða að dagskrá fyrir börn sem verður í gangi seinnipart og kvöld laugardag og sunnudag. Sérstök aðgangsarmbönd verða notuð um verslunarmannahelgina sem allir verða að bera.
Sól og blíða í morgunsárið 17. júlí 2018
Sól og blíða í morgunsárið Að Hömrum eins og flesta daga í sumar. Tjaldgestir njóta þess að vakna í blíðviðrinu og börnin strax út að leika.
Góð aðsókn að tjaldsvæðunum á Akureyri það sem af er sumri. 13. júlí 2018
Góð aðsókn að tjaldsvæðunum á Akureyri það sem af er sumri. Gistinætur í júní á báðum tjaldsvæðunum Þ.e. á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti og á tjaldsvæðinu að Hömrum urðu tæplega níu þusund og fjölgaði frá síðasta ári um rétt rúm þrjú þúsund. Áberandi fleiri Íslendingar eru að gista á tjaldsvæðunum í júní í ár heldur en á sama tíma á síðasta ári Erlendum ferðamönnum fjölgar einnig talsvert á Hömrum en eru nánast jafnmargir á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti en 1/3 erlendra gesta tjaldsvæðanna gisti þar í júní.
N1-Mótið 2018.Tjaldsvæðin á Akureyri 27. júní 2018
Við bjóðum gesti velkomna á tjaldsvæðin á Akureyri í sambandi við N1 mótið. Tjaldsvæðin á Akureyri eru tvö. Annað við Þórunnarstræti og hitt að Hömrum við Kjarnaskóg.
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti er lítið og tekur mjög takmarkaðan fjölda tjaldgesta. Þar er einnig mun takmarkaðra aðgengi að rafmagni en á Hömrum. Bílar skulu vera á bílastæðum utan svæðis. Tjaldsvæðið að Hömrum er risastórt og getur tekið á móti 2-3000 gestum og þar eru yfir 200 tenglar til rafmagnstenginga.
Við gerum okkar besta til að skipuleggja móttöku tjaldgesta þannig að sem flestir fái þá þjónustu sem þeir óska eftir. Mikil ásókn hefur verið í það að láta taka frá svæði fyrir ákveðna hópa á báðum tjaldsvæðum. Það hefur komið fyrir á undanförnum árum að við höfum merkt félögum svæði fyrir ákveðinn fjölda tjalda og vagna, en síðan hafa mikklu færri mætt. Það er mikilvægt að félögin reyni að áætla fjölda gistieininga eins nákvæmlega og hægt er.
Til að koma á móts við óskir félaganna um svæði höfum við boðið upp á tvo kosti.
Á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti verður reynt að skipta svæðinu niður í reiti og setja upp merki þeirra félaga/hópa sem haft hafa samband fyrir 29. júní. Þessi svæðaskipting er þó eingöngu til þæginda fyrir tjaldgestina en ekki hægt að líta á skiptinguna þannig að viðkomandi blettur sé frátekinn fyrir ákveðna aðila. Ef svæðið er að fyllast á þriðjudag eða miðvikudag, getum við ekki vísað tjaldsgestum frá sem hyggjast dvelja hjá okkur um lengri tíma vegna einhverra sem hugsanlega eiga eftir koma síðar. Við getum ekki ábyrgst að allir nái að halda hópinn. Nokkuð hefur borið á því að einstaka félög hafa verið að færa merkingar og helga sér önnur og eða stærri svæði. Þetta hefur valdið leiðindum og vandræðum. Forsvarsmenn félaganna eru beðnir að virða þessa reglu okkar um merkingu svæða.
Á tjaldsvæðinu að Hömrum, sem er um 10 sinnum stærra en tjaldsvæðið við Þórunnarstræti getum merkt svæði fyrir félög/hópa sem það kjósa. Þeir sem vilja láta merkja sér svæði verða að hafa samband og tilkynna um ca. fjölda gistieininga sem búast má við að komi fyrir 29. júní. Svæðið býður upp á marga skemmtilega kosti varðandi afþreyingu og leiki.
Hamrar eru í um 5 mínútna akstri frá KA heimilinu og miðbæ Akureyrar. Svæðið er ákaflega skemmtilega staðsett, sérstaklega fyrir fjölskyldufólk, í friðsælu umhverfi norðan við Kjarnaskóg. Á svæðinu eru ýmis leiktæki fyrir börn, hægt er að horfa á sjónvarp, boltavöllur og tjörn þar sem hægt er að fá leigða báta. Risa-fótboltaspil, folfvöllur o.fl.
Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að félög hafi boðað til grillveislna inni á tjaldsvæðinu að Hömrum. Þetta hefur orsakað mikinn óþarfa akstur um svæðið og valdið tjaldgestum hættu og ónæði.
Fyrirkomulagið verður því þannig:
Öðrum en dvalargestum svæðisins er ekki heimilt að aka inn á svæðið.
Bílastæði utan svæðis eru mjög takmörkuð og verða utanaðkomandi gestir í grillveislur að gera ráðstafanir til að fækka bílum t.d. með sameiginlegum ferðum upp á Hamra.
Gistigjöld á báðum tjaldsvæðunum er kr. 1.500,- pr. nótt fyrir 18 ára og eldri. og gistiskattur 333,- pr. nótt á hverja gistieiningu. Á Hömrum er veittur afsláttur ef greitt er fyrir fleiri nætur í einu við komu. Fyrsta nóttin er á kr. 1.500,- og aðrar nætur á 1.300. Ath. Þetta á eingöngu við ef greitt er fyrir allar næturnar í einu.
Aðgangur að rafmagni kostar kr. 1.000 pr. sólarhring. Mjög takamarkaður aðgangur að rafmagni á Þórunnarstrætinu en betri möguleikar að Hömrum.
Þvottur kostar kr. 500. þvottaefni kr. 100 og þurrkari kr. 500. pr. skipti. Aðgangur að sturtum kostar 400 kr á Þórunnarstrætinu en er inni í gistigjaldinu að Hömrum.
Bíladagar: Fjölskyldutjaldsvæði 12. júní 2018
Næstu daga verða bíladagar á Akureyri 13-17 júní. Rétt er að benda á tjaldsvæðin á Akureyri bæði á Hömrum og við Þórunnarstræti eru fjölskyldutjaldsvæði. Rekið er sérstakt tjaldsvæði fyrir gesti bíladaga á svæði Bílaklúbbs Akureyrar.
Samkvæmt venju verður gæsla og annar viðbúnaður á tjaldsæðunum aukinn verulega og reglum tjaldsvæðanna framfylgt í hvívetna.
Sígræna jólatréð 28. nóvember 2017
Tjaldsvæðin í Haust 20. september 2017
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti lokaði þann 18 september og verður lokað þar til 9 júní á næsta ári.
Tjaldsvæðið að Hömrum er opið allt árið og þar er öll þjónusta í boði. Ovanalega mikil aðsókn hefur að tjaldsvæðinu á Hömrum nú í haust og stefnir September í að verða metmánuður hjá okkur.
Plöntum skógi á Hömrum 17. ágúst 2017
Skátarnir hafa plantað skógarplöntum á Hömrum frá því að afskipti þeirra að svæðinu hófust. Fyrsta útplöntunin var árið 1993 í tengslum við landsmót skáta í Kjarnaskógi.
Í tilefni af 100 ára afmæli skátastarfs á Akureyri verður fólki boðið að planta nokkrum trjám að Hömrum á milli kl. 11 og 12 á sunnudag. Mæting við þjónustuhúsið að Hömrum 2
VERUM TILLITSÖM OG GERUM DVÖLINA ÁNÆGJULEGA. 3. ágúst 2017
VERUM TILLITSÖM OG GERUM DVÖLINA ÁNÆGJULEGA.
Um verslunarmannahelgina verður gestahópurinn á tjaldsvæðinu trúlega blandaður. Almennir ferðamenn sem leið eiga um og þeir sem koma til að taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum og ýmiskonar dagskrá um helgina. Allir verða að hjálpast að við að gera dvölina sem ánægjulegasta.