Sígræna jólatréð  28. nóvember 2017

Image title


Sígræna jólatréð, Skátafélagið Klakkur selur jólatré  28. nóvember 2017

Skátarnir hafa selt Sígræna jólatréð síðan 1993 í fjáröflunarskyni. Jólatrén eru sérlega vönduð, með 10 ára ábyrgð og þykja með þeim fallegustu á markaðnum. Hægt er að kaupa Sígrænu jólatrén að Hömrum útilífsmiðstöð skáta Akureyri.

Sala hefst 30. nóvember. Upplýsingar í síma 843-0002 og 863-0725

Sígræna Jólatréð er framleitt skv. okkar fyrirmælum þannig að það líkist sem mest Normannsþini sem Íslendingar þekkja vel

Efnið sem notað er í Sígræna Jólatréð er þykkara (bæði vírinn og plastið) en á flestum öðrum trjám og er jafnframt eldtefjandi og grípur þar með ekki loga sem að því kæmi. Þykkara plast þýðir m.a. að greinarnar leggjast síður flatar í geymslu milli jóla og tréð virkar eðlilegra þegar komið er við það.

Stálfótur fylgir. Ekkert barr til að ryksuga. Truflar ekki stofublómin.

Ekki ofnæmisvaldandi. Íslenskar leiðbeiningar fylgja.

Trén eru með 10 ára ábyrgð og hægt er að fá hjá okkur varahluti ef einhver hluti þess skemmist eða týnist.

Jólatréð getur enst vel á annan áratug sé farið vel með það, -Sígræna jólatréð er því mjög skynsamleg fjárfesting

Í boði eru 12 stærðir, 60 - 500 cm á hæð

Bandalag íslenskra skáta hefur heimsótt verksmiðjuna í Tælandi og staðfest að börn vinni ekki við framleiðsluna.

Sala hefs á Hömrum 30. Nóvember.

Tjaldsvæðin í Haust  20. september 2017

Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti lokaði þann 18 september og verður lokað þar til 9 júní á næsta ári.

Tjaldsvæðið að Hömrum er opið allt árið og þar er öll þjónusta í boði. Ovanalega mikil aðsókn hefur að tjaldsvæðinu á Hömrum nú í haust og stefnir September í að verða metmánuður hjá okkur.

Plöntum skógi á Hömrum  17. ágúst 2017

Skátarnir hafa plantað skógarplöntum á Hömrum frá því að afskipti þeirra að svæðinu hófust. Fyrsta útplöntunin var árið 1993 í tengslum við landsmót skáta í Kjarnaskógi. 

Í tilefni af 100 ára afmæli skátastarfs á Akureyri verður fólki boðið að planta nokkrum trjám að Hömrum á milli kl. 11 og 12 á sunnudag. Mæting við þjónustuhúsið að Hömrum 2

DAGSKRÁ Á HÖMRUM UM HELGINA 18.-20. Ágúst  16. ágúst 2017

Dagskrá

Föstudagur

16:00 Svæðið opnar

21:00 Setning við Grænu hlöðuna

Hoppukastalar, hjólabílar, vasaljósaratleikur

Tryggvasöngvar - Kaffihúsastemming í hlöðunni

23.30 Kaffihús lokar

24:00 Kyrrð á tjaldsvæðum - Vinsamlega virðið næturró tjaldgesta

Laugardagur

08:00 Fánar dregnir að hún

10:00 Opin dagskrá

Hjólabílar/rafmagnsbílar, Gönguferðir (Kjarnakógur, Gamli - Fálkafell- Hamrar, Súlur ef veður leyfir), Ratleikur, bátar, vatnasafarí, minigolf, Folf

12:00 Hádegisverðarhlé

13:00 Hátíðar dagskrá Skógræktarfélagsins í Kjarnaskógi í tilefni 70 ára afmælis

14:00 Opin dagskrá

Hjólabílar/rafmagnsbílar, Gönguferðir (Kjarnakógur, Gamli - Fálkafell- Hamrar), Ratleikur, bátar, vatnasafarí, minigolf, Folf

16:00

17:00 Skátatívolí við Grænuhlöðu (tílvolí tæki + hjólabílar og hoppukastalar)

18:00 Grillin tilbúin til notkunar

19:00 Skátatívolí lokar

21:00 Varðeldur / Kvöldvaka við hlöðuna

22:30 Varðeldi / Kvöldvöku lýkur

23:30 Kaffihús í grænuhlöðu lokar

24:00 Kyrrð á tjaldsvæðum - Vinsamlega virðið næturró tjaldgesta

Sunnudagur

08:00 Fánar dregnir að hún

10:00 Opin dagskrá

12:00 Dagskrá lýkur

FRÍ TJALDSTÆÐI UM HELGINA 18. 20. ÁGÚST Á HÖMRUM  16. ágúst 2017

Í tilefni af 100 ára skátastarfi á Akureyri býður Skátafélagið Klakkur, Akureyringum og landsmönnum öllum í útilegu að Hömrum helgina 18. - 20. ágúst. Tilvalið tækifæri fyrir alla að nota útilegugræjurnar a.m.k. einu sinni enn fyrir veturinn.

Í boði eru frí tjaldsvæði og skemmtileg dagskrá á einu vinsælasta tjaldsvæði landsins. Svæðið opnar kl 16:00 á föstudag og verður fjölbreytt fjölskyldudagskrá í boði frá föstudagskvöldi til hádegis á sunnudag.

Ath. Yngri en 18 ára verða að vera í fylgd með forráðamanni eða undir fararstjórn skátafélags.

Dagskrá á Hömrum um verslunarmannahelgina 2017   3. ágúst 2017


Fjölbreytt dagskrá verður að venju á Hömrum um verslunarmannahelgina. Tjaldgestir sem greiða fyrir alla helgina við komu fá aðgangskort sem gildir í 5 dagskrár atriði. Hægt er að kaupa aðgangskort að vild á kr. 500 hjá tjaldvörðum.

Föstudagur

Frisbifgolfið er alltaf opið

Ratleikur 18-21

Laugardagur

Leikjatjörn flekar

Kl. 18-21: Ævintýraland, hoppukastalar, hjólabílar, bátar og mini-golf

Ratleikur og frisbigolfið alltaf opið

Sunnudagur

Leikjatjörn  Flekar

Kl. 18-21: Ævintýraland, hoppukastalar, hjólabílar, bátar og minigolf.

Ratleikur og frisbigolfið alltaf opið

Mánudagur

Ratleikur 09-12

Frisbigolfið alltaf opið

Aðeins þarf að nota aðgangskort í ævintýralandið. Frjáls aðgangur er í aðra dagskrárliði.

Verið er að byggja bílabraut fyrir rafmagnsbíla sem ætlaðir eru litlum krökkum. Í athugun er að koma rafmagnsbílum í gang um helgina til prufu ef af verður þá gerum við það eftir hádegi á sunnudag. Tími og fyrirkomulag auglýst á svæðinu þegar þar að kemur

VERUM TILLITSÖM OG GERUM DVÖLINA ÁNÆGJULEGA.   3. ágúst 2017

 

VERUM TILLITSÖM OG GERUM DVÖLINA ÁNÆGJULEGA.
Um verslunarmannahelgina verður gestahópurinn á tjaldsvæðinu trúlega blandaður. Almennir ferðamenn sem leið eiga um og þeir sem koma til að taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum og ýmiskonar dagskrá um helgina. Allir verða að hjálpast að við að gera dvölina sem ánægjulegasta.

VERUM TILLITSÖM OG GERUM DVÖLINA ÁNÆGJULEGA.   3. ágúst 2017

 

VERUM TILLITSÖM OG GERUM DVÖLINA ÁNÆGJULEGA.
Um verslunarmannahelgina verður gestahópurinn á tjaldsvæðinu trúlega blandaður. Almennir ferðamenn sem leið eiga um og þeir sem koma til að taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum og ýmiskonar dagskrá um helgina. Allir verða að hjálpast að við að gera dvölina sem ánægjulegasta.

GISTIGJALD Á TJALDSVÆÐINU VIÐ ÞÓRUNNARSTRÆTI UM VERSLUNARMANNAHELGINA   2. ágúst 2017

GISTIGJALD Á TJALDSVÆÐINU VIÐ ÞÓRUNNARSTRÆTI UM VERSLUNARMANNAHELGINA

Á tjaldsvæðinu við Þórunnarstrætinu kostar kr. 6000 yfir helgina. (Föstudagur til mánudags) Greiða verður alla upphæðina við komu og ekki er endurgreitt þótt farið sé fyrr af svæðinu. Þeim sem eru ákveðnir að dvelja skemur er bent á að Hömrum er hægt að greiða eina og eina nótt. Dvalargestir þurfa að bera sérstök aðgangsarmbönd þessa helgi. Ekki eru afgreidd ný armbönd í stað slitinna nema að farmvísað sé því gamla ásamt kvittun fyrir greiðslu. Erlendir gestir geta greitt eina nótt í einu. Tjaldverðir þurfa að skrifa dagsetningu inn á þau. 

Aldurstakmark og skilríki á tjaldsvæðunum   2. ágúst 2017

Tjaldsvæðið er opið öllum sem náð hafa 18 ára aldri. Miðað er við fæðingardag og framvísa verður gildum skilríkjum.  Yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Ekki eru veittar undanþágur frá þessu þó aðrir en forráðamenn bjóðist til að taka ábyrgð á viðkomandi.

Sól og blíða á Hömrum  31. júlí 2017

Þrátt fyrir verulega óljósar veðurspár er hér á tjaldsvæðinu að Hömrum sól og blíða og tjaldgestir í góðu yfirlæti. Spáin fyrir næstu daga virðist gera ráð fyrir sól og sumaryl á Akureyri. Drífa sig bar í útilegu.

Talsvert pláss hefur losnað  22. júlí 2017

Nú hefur losnað talsvert pláss á tjaldsvæðinu á Hömrum. Búast m´ða við að það fyllist aftur með kvöldinu.

Tjaldsvæðin fylltust í gærkvöldi  22. júlí 2017

Í gærkvöldi fylltust bæði tjaldsvæðin á Akureyri. Að vísu væri hægt að koma fleirum fyrir á Hömrum ef menn færðu bíla af tjaldflötum yfir á bílastæðin sem eru við nokkrar af flötunum á tjaldsvæðinu. Tjaldgestir vinsamlega færið bílana á bílastæði við tjaldflatir þar sem þau eru til staðar. 

Í dag losnar eitthvað af tjaldstæðum á báðum svæðunum Á Akureyri þegar ferðalangar halda áfram för sinni.

Nóttin var erilsöm en allt fór vel fram. Talverð vandræði komu upp vegna rafmagnsmála og sló rafmagninu ítrekað út á sum flötunum. Í ljós kom að um oflestum var að ræða vegna þess að búið var að tengja margar einingar saman með fjöltengjum á tengla sem ætlaðir eru einni gistieiningu.

Það eru vinsamleg tilmæli okkar að gestir stilli notkun orkufrekra rafmagnstækjum eins og ofnum í hóf.

Dagskrá um verslunarmannahelgina  20. júlí 2017

Verið er að undirbúa dagskrá fyrir tjaldgesti um verslunarmannahelgina.

Reynt verður að gera dagskrána einsfjölbreytta og kostur er. Tjaldgestir sem greiða fyrir alla helgina við komu fá aðgangskort sem gildir í 5 dagskrár atriði. Hægt er að kaupa aðgangskort að vild á kr. 500 hjá tjaldvörðum.

Allir sem greiða fyrir alla helgina við komu fá eitt kort sem er innifalið í gistigjaldinu. 

Nú þegar eru eftirfarandi dagskráatriði ákveðin.

Föstudagur

Frisbifgolfið er alltaf opið

Ratleikur 18-21

Laugardagur

Kl. 18-21: Ævintýraland, hoppukastalar, hjólabílar, bátar.

Ratleikur og frisbigolfið alltaf opið

Sunnudagur

Kl. 18-21: Ævintýraland, hoppukastalar, hjólabílar, bátar.

Ratleikur og frisbigolfið alltaf opið

Mánudagur

Ratleikur 09-12

Frisbigolfið alltaf opið

Aðeins þarf að nota aðgangskort í ævintýralandið. Frjáls aðgangur er í aðra dagskrárliði.

N1-mótið. Tjaldsvæði  27. júní 2017

Við bjóðum gesti velkomna á tjaldsvæðin á Akureyri í sambandi við N1 mótið. Tjaldsvæðin á Akureyri eru tvö. Annað við Þórunnarstræti og hitt að Hömrum við Kjarnaskóg.   

Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti er ekki  nægilega stórt til að anna eftirspurn um þessa miklu ferðahelgi. Þar er einnig mun takmarkaðra aðgengi að rafmagni en á Hömrum. Tjaldsvæðið að Hömrum er risastórt og getur tekið á móti 2-3000 gestum og þar eru yfir 200 tenglar til rafmagnstenginga. Við gerum okkar besta til að skipuleggja móttöku tjaldgesta þannig að sem flestir fái þá þjónustu sem þeir óska eftir.

Fararstjórar og foreldrahópar endilega hafið samband við okkur hamrar@hamrar.is eða í síma 8430002

Bíladagar Fjölskyldutjaldsvæði.  15. júní 2017

Nú standa yfir bíladagar á Akureyri  15-18 júní. Rétt er að benda á tjaldsvæðin á Akureyri bæði á Hömrum og við Þórunnarstræti eru fjölskyldutjaldsvæði. Rekið er sérstakt tjaldsvæði fyrir gesti bíladaga á svæði Bílaklúbbs Akureyrar.

Samkvæmt venju verður gæsla og annar viðbúnaður á tjaldsæðunum aukinn verulega og reglum tjaldsvæðanna framfylgt í hvívetna. 

Met aðsókn í maí að Hömrum  15. júní 2017

Aldrei áður hafa eins margir gestir dvalið á tjaldsvæðinu að Hömrum eins og  í maí sl. Alls urðu gistinætur 2012. Gestirnir voru frá 50 löndum. Áberandi er hvað gestum frá Bandaríkjunum og Kanada er að fjölga mikið.

Heimasíðan komin í loftið   6. maí 2017

Nú hefur heimasíðan verið sett í loftið. Enn á eftir að klára einhverja texta, og verður það gert á næstu dögum.