Staðurinn

Stadurinn


Hamrar, útilífsmiðstöð skáta á Akureyri tók til starfa árið 2000 eftir nokkurra ára uppbyggingu. Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Hamrar eru landnámsjörð sem byggð var úr landnámi Helga Magra.

N1 mótið á Akureyri 2022

Kæru tjaldgestir 

Komandi viku 26. Júní -03. Júlí má búast við auknum fjölda gesta á tjaldsvæðinu í tengslum við knattspyrnumót sem haldin eru í bænum þessa daga. Mikið af gestum sem heimsækja okkur þessa daga eru hópar sem eru að fylgja fótboltaliðum á þessum mótum og hafa óskað eftir því að fá að halda hópinn á svæðinu. Við munum því merkja hluta svæðisins með nöfnum þessara liða til að auðvelda þeim að finna hvert annað. Þessar merkingar eru ekki hugsaðar þannig að viðkomandi svæði sé frátekið fyrir ákveðinn hóp heldur aðeins til að hjálpa hópunum að staðsetja sig saman. Öll merking eða frátaka á svæði fyrir gesti sem ekki eru komnir á svæðið er óheimil.  

Aðgangur að rafmagni hafa eingöngu þeir sem greitt hafa fyrir hann hjá tjaldverði. Setja skal límmiða með kvittun greiðslu á snúruna þar sem henni er stungið í samband við okkar tengla. Þeir sem ekki setja límmiðana á snúrnar sínar eiga á hættu að tekið verði úr sambandi og aðgangur seldur öðrum. 

Óheimilt er að tengja margar einingar saman með fjöltengjum. Eingöngu má nota rafbúnað ætlaðan til utandyranotkunar. Ekki er ætlast til að notuð séu orkufrek tæki, oflestun orsakar útsláfitt. Teglana á tjaldsvæðinu má alls ekki nota til hleðslu á rafmagnsbílum. 


Kort með nöfnum hópa sem hafa hafs samband og vilja vera saman á svæðinu. (Uppfært)

Image title


Upplýsingabréf til íþróttahópa er hér að neðan

Akureyri 7. júní2022

N1-mótið 2022

Efni: Tjaldsvæði á Akureyri 28.júní-2.júlí

Við bjóðum gesti velkomna á tjaldsvæðiðá Akureyri í sambandi við N1 mótið. Nú er aðeins eitt tjaldsvæði á Akureyri en það er að Hömrum við Kjarnaskóg, því tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti hefur verið lokað. Á Hömrum munum við merkja svæði fyrir þau félög sem hafa samband við okkur og óska eftir að fá að halda hópinn. Við þurfum að fá áætlaðar fjölda tölur sem fyrst en í síðasta lagi fyrir 24. júní. Þessi svæðaskipting er þó eingöngu til viðmiðunar og þæginda fyrir tjaldgestina en ekki hægt að líta á skiptinguna þannig að viðkomandi blettur sé frátekinn fyrir ákveðið félag.Við getum ekki vísað tjaldgestum frá sem þegar eru á svæðinu hyggjast dvelja hjá okkur um lengri tíma vegna einhverra sem hugsanlega eiga eftir koma síðar. Við getum ekki ábyrgst að allir nái að halda hópinn. Stranglega er bannað að tjaldgestir sem koma fyrr á svæðið helgi sér svæði fyrir þá sem seinna koma. Sama á við aðgengi að rafmagnstenglum. Tjaldsvæðið að Hömrum er stórt og getur tekið á móti mjög mörgum gestum og þar eru yfir 200 tenglar til rafmagnstenginga. Um N1 mótið verða takmarkanir á því að hafa bíla hjá gistieiningum svo fleiri komist fyrir á tjaldflötunum. Við gerum okkar besta til að skipuleggja móttöku tjaldgesta þannig að sem flestir fái þá þjónustu sem þeir óska eftir. Mikil ásókn hefur verið í það að láta merkja svæði fyrir ákveðin félög. Það hefur komið fyrir á undanförnum árum að við höfum merkt félögumsvæði fyrir ákveðinn fjölda gistieininga en síðan hafa miklu færri mætt. Það er mikilvægt að félögin reyni að áætla fjölda gistieininga eins nákvæmlega og hægt er. 

Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að félög hafi boðað til grillveislnaeða annarra viðburðainni á tjaldsvæðinu að Hömrum. Þetta hefur orsakað mikinn óþarfa akstur um svæðið og valdið tjaldgestum hættu og ónæði. Af þessum sökum hefur verið ákveðið að heimila ekki slíkar samkomur inni á svæðinu.

Gistigjöld á tjaldsvæðunum erkr.1.900,-pr. nótt fyrir 18 ára og eldri. Á Hömrum er veittur afsláttur ef greitt er fyrir fleiri nætur í einu við komu. Fyrsta nóttin er á kr.1.900,- og aðrar nætur á 1.700.  Ath. Þetta á eingöngu við ef greitt er fyrir allar næturnar í einu. Aðgangur að rafmagni kostar kr. 1.200 pr. sólarhring. En ekki er víst að allir nái að tengja sig við rafmagn þessa helgi. Þvottur kostar kr. 500. þvottaefni kr. 100 og þurrkari kr. 500. pr. skipti. Aðgangur að sturtum er inni í gistigjaldinu að Hömrum en við biðjum gesti að vera tillitsama og vera ekki lengi í sturtu.

 
Rétt er að benda á að á tjaldsvæðunum gilda almennar tjaldsvæðareglur sem eru eftirfarandi:

1. Tjaldsvæðið er fjölskyldutjaldsvæði og yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Við sérstakar aðstæður geta aldursta kmörk verði önnur. 

2. Gestum ber að hafa samband við tjaldvörð og greiða dvalargjöld. 

3. Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu á að vera lágmarki og er takmörkuð við akstur inn og útaf svæðinu. Hámarkshraði er 15. km/klst.

4. Ekki má rjúfa næturkyrrð, vera með háreysti eða valda óþarfa hávaða með umferð eða öðru. 

5. Virða ber næturkyrrð á milli kl 24 og 08.

6. Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðinu. 

7. Sorp skal sett í þar til gerð ílát, flokkað eftir þeim reglum sem gilda á tjaldsvæðinu. 

8. Hundar mega aldrei vera lausir eða án eftirlits á tjaldsvæðinu eða valda öðrum gestum ónæði eða ótta .

9. Vinnið ekki spjöll á náttúrunni, húsnæði eða búnaði tjaldsvæðisins. 

10. Brot á umgengnisreglum getur varða ð brottrekstri af tjaldsvæðinu. Það er von okkar að allir geti fundið sér stað til hæfis í tjaldsvæða gistingu um þessa fjölmennu ferðahelgi.

Með kveðju

Fh. Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta

Ásgeir Hreiðarssonframkvæmdastjóri

asgeir@hamrar.is


Aðstaðan

Í boði á báðum tjaldsvæðum:
Salerni
Sturtur
Rafmagn
Þvottavél og þurrkari
Upplýsingar
Leiktæki

Einungis í boði á Hömrum:

Skiptiaðstaða
Bátaleiga
Netaðgangur
Svefnloft
Eldunaraðstaða
Gönguleiðir

Opnunartímar


Hamrar:

Opið allt árið

18 ára aldurstakmark nema í fylgd með forráðamanniÞórunnarstræti:

Tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti hefur verið lokað


Verð


Venjulegt verð

Fullorðnir 1.900.- kr. nóttin

Frítt fyrir börn yngri en 18 ára í fylgd með fjölskyldu, á ekki við um hópa

Afsláttur fyrir öryrkja og lífeyrisþega, gjaldið er 1600. -kr. nóttin. Gildir á Hömrum en ekki á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti

Rafmagn 1200.- kr. nóttin