Staðurinn

Stadurinn


Hamrar, útilífsmiðstöð skáta á Akureyri tók til starfa árið 2000 eftir nokkurra ára uppbyggingu. Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Hamrar eru landnámsjörð sem byggð var úr landnámi Helga Magra.

Hausthátíð að Hömrum

Laugardaginn 17. september ætlum við að vera með Hausthátíð að Hömrum. Nú eru liðin 22 ár frá því að við opnuðum útilífsmiðstöðina að Hömrum fromlega með skátamótinu Skjótum rótum í lok júní árið 2000. Á tuttugu ára afmælisári Hamra stóð til að halda hátíð en vegna aðstæðna í heiminum reyndist það ómögulegt, svo nú ætlum við að hittast og fagna. Árið í ár er reyndar líka mikið tímamóta ár hja okkur því í sumar var tjaldsvæðinu að Þórunnarstræti lokað og með haustinu lætur Tryggvi Marinósson af störfum hér að Hömrum eftir 14 ár í starfi framkvæmdastjóra og þar á undan var hann auðvita frumkvöðullinn að uppbyggingunni hér og stýrið stjórn Hamra fram að því að hann tók við sem framkvæmdastjóri. Eins er árið í ár merkilegt fyrir þær sakir að í dag, þann 18. ágúst 2022 varð Tryggvi sjötugur og um leið og við óskum honum til hamingju með daginn, þökkum við honum kærlega fyrir að hafa bæði fengið góða hugmynd og fylgt henni svona vel úr hlaði að hún er orðin að þeim veruleika sem bæði við og gestir okkar njóta. Það er mikil vinna sem fylgir því að gera góða hugmynd að veruleika. Hamrahátíðinn þann 17. september er því í senn gott tækifæri til að lýta um öxl og rifja upp hvað unnist hefur, fagna og gleðjast þeim áfanga sem bæði Hamrar og Tryggvi hafa náð auk þess sem gott tækifæri er til að spá í hvað framtíðin hér mun bera í skauti sér. 

Nánari dagskrá fyrir Hausthátíð Hamra mun koma síðar en stefnt er á að vera með dagskrá á seinnipart laugardagsins þar sem yrði í bland fræðsla og vinna á staðnum. Í kjölfarið yrði svo grillveisla í boði Hamra og að lokum góð skátakvöldvaka. Við viljum hvetja alla eldri skáta til að taka daginn frá og gleðjast með okkur hér að Hömrum. 

Aðstaðan

Í boði á báðum tjaldsvæðum:
Salerni
Sturtur
Rafmagn
Þvottavél og þurrkari
Upplýsingar
Leiktæki

Einungis í boði á Hömrum:

Skiptiaðstaða
Bátaleiga
Netaðgangur
Svefnloft
Eldunaraðstaða
Gönguleiðir

Opnunartímar


Hamrar:

Opið allt árið

18 ára aldurstakmark nema í fylgd með forráðamanni

Staðsetning: Google maps


Image title

Hægt er að bóka dvöl 2 dögum fyrir komu


Þórunnarstræti:

Tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti hefur verið lokað


Verð


  

VERÐ 2023

Fullorðnir 2.100,- kr nóttin 

Frítt fyrir börn yngri en 18 ára í fylgd með fjölskyldu, á ekki við um hópa

Afsláttur fyrir öryrkja og lífeyrisþega, gjaldið er 1.800. -kr. nóttin. 

Rafmagn 1300.- kr. nóttin