Staðurinn

Stadurinn


Hamrar, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta á Akureyri tók til starfa árið 2000 eftir nokkurra ára uppbyggingu. Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Hamrar eru landnámsjörð sem byggð var úr landnámi Helga Magra.

Verslunarmannahelgin að baki

Eftir erilsama helgi er nú flest komið í samt lag á tjaldsvæðunum á Akureyri Stórt séð gekk vel hjá okkur um verslunarmannahelgina. Þá varð að vísu talsvert vesen með suma tjaldgestina á laugardagskvöld en þó aðallega með fólk sem ruddist inná svæðið eftir lokun skemmtistaða í bænum. Þetta var önnur verslunarmannahelgin í röð þar sem verulegar fjöldatakmarkanir eru settar á með mjög stuttum fyrirvara og setja afgerandi svip á starfsemina með umtalsvert færri gestum og ýmiskonar röskun á starfseminni. Starfsmenn Hamra og tjaldsvæðisins á Þórunnarstrætinu leystu verk sín vel af hendi við erfiðar aðstæður. Þökkum okkar góðu gestum fyrir komuna.

Aðstaðan

Í boði á báðum tjaldsvæðum:
Salerni
Sturtur
Rafmagn
Þvottavél og þurrkari
Upplýsingar
Leiktæki

Einungis í boði á Hömrum:

Skiptiaðstaða
Bátaleiga
Netaðgangur
Svefnloft
Eldunaraðstaða
Gönguleiðir

Opnunartímar


Hamrar:

Opið allt árið

18 ára aldurstakmark nema í fylgd með forráðamanniÞórunnarstræti:

Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti er venjulega opnað í byrjun júní. Stefnt er að opnun 7. júní. 2021.

18 ára aldurstakmark nema í fylgd með forráðamanni 


Verð


Venjulegt verð

Fullorðnir 1.800.- kr. nóttin

Frítt fyrir börn yngri en 18 ára í fylgd með fjölskyldu, á ekki við um hópa

Afsláttur fyrir öryrkja og lífeyrisþega, gjaldið er 1500. -kr. nótin. Gildir á Hömrum en ekki á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti

Rafmagn 1100.- kr. nóttin