Staðurinn

Stadurinn


Hamrar, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta á Akureyri tók til starfa árið 2000 eftir nokkurra ára uppbyggingu. Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Hamrar eru landnámsjörð sem byggð var úr landnámi Helga Magra.

Gistigjald um verslunarmannahelgina 2019

GISTIGJALD Á TJALDSVÆÐINU VIÐ ÞÓRUNNARSTRÆTI UM VERSLUNARMANNAHELGINA

Á Þórunnarstrætinu kostar nótin kr. 2200 eða kr 6600 yfir helgina frá föstudegi til mánudags ef gjaldið er greitt fyrir eina nótt í einu. Ef greitt er fyrir allar þrjár næturnar í einu lagi við komu á föstudag kostarkr 5000 til mánudags og frá laugardegi kr. 3400 Ekki er endurgreitt þótt menn fari fyrr. Dvalargestir þurfa að bera sérstök aðgangsarmbönd þessa helgi. Ekki eru afgreidd ný armbönd í stað slitinna nema að farmvísað sé því gamla ásamt kvittun fyrir greiðslu

Þeim sem eru  óánægðir með þetta er bent á að á Hömrum er hægt að greiða fyrir hverja nótt á kr. 1600 En það á bara við um fjölskyldufólk.

GISTINÁTTASKATTUR KR 333 bætist við fyrir hverja nótt

Aðstaðan

Í boði á báðum tjaldsvæðum:
Salerni
Sturtur
Rafmagn
Þvottavél og þurrkari
Upplýsingar
Leiktæki

Einungis í boði á Hömrum:

Skiptiaðstaða
Bátaleiga
Netaðgangur
Svefnloft
Eldunaraðstaða
Gönguleiðir

Opnunartímar


Hamrar:

Opið allt árið

18 ára aldurstakmark nema í fylgd með forráðamanni


Þórunnarstræti:

Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti er opið frá 7. júni og verður lokað í byrjun september 2019

18 ára aldurstakmark nema í fylgd með forráðamanni

Verð


Venjulegt verð.

Fullorðnir 1.600.- kr. nóttin

Frítt fyrir börn yngri en 18 ára

Afsláttur fyrir lífeyrisþega. Gjaldið er 1300. -kr nótin. Gildir á Hömrum en ekki á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti

Rafmagn 1000.- kr. nóttin

Gistináttaskattur er 300 kr. + vsk. eða samtals 333 kr. per. gistieiningu (tjald,vagn,gistibíll) pr. nótt