Velkomin á Hamrar - opið allt árið.
Hamrar, útilífsmiðstöð skáta á Akureyri tók til starfa árið 2000 eftir nokkurra ára uppbyggingu. Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Hamrar eru landnámsjörð sem byggð var úr landnámi Helga Magra.
N1 mót stúlkna 8.-10. ágúst
N1 mót stúlka fer fram í fyrsta skiptið á Akureyri dagana 8.-10. ágúst n.k. Tjaldsvæðið að Hömrum er á sjálfsögðu opið gestum mótsins líkt og öðrum. Við munum hafa sama fyrirkomulag á N1 móti drengja fyrr í sumar þar sem hæopum sem er að koma á mótið er boðið upp á að láta vita af fjölda sem er væntanlegur og við merkjum svæðiþar sem hópurinn gæti safnast saman. Þetta er ekki frátaka á ákveðnum svæðum heldur aðeins gert til að auðvelda fólki að halda hópinn. Þetta fyrirkomulega hefur virkað ágætlega á drengjamótunum og þvi höfum við sama form á. Við biðjum fulltrúa félaganna að hafa samband með því að senda okkur tölvupóst á hamrar@hamrar.is og við sendum þeim upplýsingar til baka um skipulagið.
Aðstaðan
Í boði á báðum tjaldsvæðum:
Salerni
Sturtur
Rafmagn
Þvottavél og þurrkari
Upplýsingar
Leiktæki
Einungis í boði á Hömrum:
Skiptiaðstaða
Bátaleiga
Netaðgangur
Svefnloft
Eldunaraðstaða
Gönguleiðir
Opnunartímar
Hamrar:
Opið allt árið
18 ára aldurstakmark nema í fylgd með forráðamanni
Staðsetning: Google maps
Hér er hægt að bóka dvöl á tjaldsvæðinu. Athugið að ekki er verið að bóka ákveðið stæði heldur bara að bóka og greiða fyrir dvölina. Stæðið er valið við komu. Við komu þarf að hafa samband við tjaldvörð, innrita sig og fá miða á gistieiningu og í bíl.
Þórunnarstræti:
Tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti hefur verið lokað
Verð
VERÐ 2025
Fullorðin*: 2.450 kr. / mann
Eldri borgarar (67+) og öryrkjar: 2.000 kr. / mann
Frítt fyrir börn yngri en 18 ára í fylgd með fjölskyldu, á ekki við um hópa
Gistieining **: 450 kr. / eining
Gistináttaskattur** innifalinn
Rafmagn: 1.500 kr. / nótt
* 2.100 kr. / nótt eftir fyrstu nótt ef keyptar eru margar í einu.
** Frá 1. janúar 2024 er gistináttaskattur innheimtur samkvæmt lögum.
Svefnloft
Svefnloft*: 4.350 kr. / mann Gistináttaskattur** innifalinn
* Verð gildir um alla fullorðna sem og börn.
** Frá 1. janúar 2024 er gistináttaskattur innheimtur samkvæmt lögum.