Staðurinn

TJALDSVÆÐI VIÐ ÞÓRUNNARSTRÆTI LOKAR

Samkvæmt ákvörðun Akureyrarbæjar hefur Tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti verið lokað. Svæðið hefur verið skipulagt upp á nýtt og er áformað að byggja á því á komandi árum. Fyrst í stað er reiknað með aðá norðurhluta þessrýsi ný heilsugæslustöð . 

Hamrar, útilífsmiðstöð skáta hefur frá árinu 1998 annast rekstur þessa tjaldsvæðis en árið 2000 var opnað tjaldsvæði að Hömrum sem hugsað var að gæti tekið við öllum tjaldgestum bæjarins þegar tjaldsvæðið við Þórunnarstæti yrði tekið undir annað. Nú rúmum 20 árum síðar hefur semsagt verið ákveðið að gera það og viljum við þakka okkar fjölmörgu gestum sem hafa davlið hjá okkur á þessum 24 sumrum frá því við tókum við rekstrinum kærlega fyrir komuna og dvölina. Við bjóðum ykkur öll velkomin á glæsilegt tjaldsvæði að Hömrum og vonumst til að sjá sem flesta þar. Á Hömrum er opið tjaldsvæði allt árið auk þess sem svæðið er mikið nýtt til útivistar og afþreyingar af bæði íbúum og gestum bæjarins 

Síminn þar er 461-2264.

                                                                                           LEIÐIN AÐ HÖMRUM


Leiðin frá Þórunnarstræti til Hamra


Um tjaldsvæðið að Þórunnarstræti

Tjaldsvæðið er staðsett við Þingvallastræti á milli Þórunnarstrætis og Byggðavegar á svokölluðu Húsmæðraskólatúni. Þetta er aðeins hluti af upprunalegu tjaldsvæði  Akureyrarbæjar en áður var tjaldsvæðið beggja vegna Þórunnarstrætis. Stærsti hluti svæðisins var svo smátt og smátt tekinn undir byggingar íþróttamannvirkja bæði vegna Sundlaugar Akureyrar og Íþróttahallarinnar o.fl. Núverandi svæði er mjög lítið og annar ekki eftirspurn eftir tjaldsvæði. Vegna þessa hefur verið byggt upp fullkomið tjaldsvæði að Hömrum í 7 mín akstri frá miðbænum. Vegna smæðar svæðisins verður oft mjög þröngt á svæðinu og á álagstímum vill það fyllast. Eins er nokkur ófriður af umferð umhverfissvæðið. Akstur að afgreiðslu svæðisins er um bílastæðið frá Þingvallastræti.


Kort af Þórunnarstræti


Hamrar

Á Akureyri er annað fullkomið tjaldsvæði að Hömrum. Þar er öll aðstaða og þjónusta meiri en en hér á þessu tjaldsvæði. Leitið upplýsinga hjá tjaldverði. Leiðina að Hömrum má sjá á meðfylgjandi korti.


Opna í google maps
Reglur

Á tjaldsvæðinu gilda almennar tjaldsvæðareglur sem eru eftirfarandi:

1. Tjaldsvæðið er fjölskyldutjaldsvæði og yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Við sérstakar aðstæður geta aldurstakmörk verði önnur.

2. Gestum ber að hafa samband við tjaldvörð og greiða dvalargjöld.

3. Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu á að vera í lágmarki og er takmörkuð við akstur inn og útaf svæðinu. Hámarkshraði er 15. km/klst.

4. Ekki má rjúfa næturkyrrð, vera með háreysti eða valda óþarfa hávaða með umferð eða öðru.

5. Virða ber næturkyrrð á milli kl 24 og 08.

6. Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðinu.

7. Sorp skal sett í þar til gerð ílát, flokkað eftir þeim reglum sem gilda á tjaldsvæðinu.

8. Hundar mega aldrei vera einir eða lausir á tjaldsvæðinu eða valda öðrum gestum ónæði eða ótta.

9. Vinnið ekki spjöll á náttúrunni, húsnæði eða búnaði tjaldsvæðisins.

10. Brot á umgengnisreglum getur varðað brottreksti af tjaldsvæðinu.


Umferð bíla

Akstur bíla um tjaldsvæðið er aðeins leyfður vegna lestunar og losunar á farangri. Ekki er leyfilegt er að hafa bíla á tjaldflötum. Óski tjaldverðir eftir því að bílar séu fjarlægðir af svæðinu skulu tjaldgestir verða við því. Umferð bíla um tjaldsvæðið á alltaf að vera í lágmarki og öll umferð bíla er bönnuð frá kl. 00.00 - 08.00 og gæti aksturs-leiðum verið lokað á þeim tíma. Á akstursleiðum innan svæðis er hámarkshraði 15.km. Vinsamlega látið bílana ekki ganga í lausagnagi vegna útblástursmengunar.


Rafmagn

Víða um svæðið er möguleiki á að tengjast rafmagni. Aðgang að rafmagni hafa eingöngu þeir sem að greitt hafa fyrir hann hjá tjaldverði. Hver tengill er einungis ætlaður fyrir eina tjaldeiningu og fjöltengi eru bönnuð. Eingöngu má nota rafbúnað ætlaðan til utandyranotkunar. Notkun skal vera í lágmarki, oflestun orsakar útslátt Nota þarf sérstakar þriggja pinna klær á tengisnúrur eða sérstök millistykki. Hægt er að kaupa millistykkin í rafmagnsvöru verslunum og oftast hjá tjaldvörðum.


Meðferð elds

Bannað er að kveikja opinn eld á svæðinu. Farið varlega með grill og gastæki. Vinsamlega leggið ekki einnota grill beint á jörðina.


Leiktæki

Á svæðinu er einn leikvöllur. Gæta þarf varúðar í kringum tækin, sérstaklega að lítil börn séu ekki ein að leik. Virða ber reglur tjaldsvæðisins um næturfrið og því er ekki ætlast til að börn séu að leik á leiksvæðinu eftir kl 24.


Áfengi

Ölvun á tjaldsvæðinu er bönnuð.


Rusl

Gestir eru beðnir að ganga vel um og nota sorpílát svæðisins og flokka sorp eftir þeim reglum sem í gildi eru á tjadsavæðinu. Látið tjaldverði vita ef misbrestur verður á losun sorpíláta


Flöskur og dósir

Við söfnum drykkjarumbúðum með skilagjaldi undir merkjum Grænu skátanna. Söfnunar ílát (bláar tunnur) eru við salernishúsin og víðar á svæðinu. Vinsamlega setjið flöskur og dósir í þessi sérmerktu söfnunarílát frekar í þær en í sorpílátin.


Salerni og sturtur

Á svæðinu eru tvö salernishús ætluð sitt hvoru kyninu. Í hvoru húsi eru nokkrir vaskar, 6 salerni og ein sturta, sem greiða þarf fyrir aðgang að. Vegna þrifa er húsunum lokað stuttan tíma í einu. Vinsamlega hafið samband við tjaldvörð ef eitthvað er athugavert við snyrtiaðstöðuna.


Opnunartími

Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti er opnað í byrjun júní ár hvert venjulega í kringum fyrstu helgina. Að haustinu er svæðinu lokað 15 september.  (Ath. tjaldsvæðið að Hömrum er opið allt árið)


Tjaldverðir

Viðverutími tjaldvarða er breytilegur eftir álagstímum yfir opnunartímann. Venjulega er tjaldvörður á svæðinu frá kl 07 til kl 24 og lengur á álagsatímum.


Verðskrá


Leiðin að tjaldsvæðinu

Tjaldsvæðið er staðsett við Þingvallastræti á milli Þórunnarstrætis og Byggðavegar. Frá miðbæ er ekið um Kaupvangstræti og Þingvallastræti að tjaldsvæðinu. Ef komið er til bæjarins frá norðri er best að fara um Hörgárbraut og Glerárgötu að Þórunnarstræti og síðan eftir Þórunnarstræti að Þingvallastræti. Ef komið er að austan er ekið frá Leiruvegi til vinstri inn Drottningabraut að Miðhúsabraut og eftir henni að Þórunnarstræti og eftir því að Þingvallastræti. Akstur að afgreiðslu svæðisins er um bílastæðið frá Þingvallastræti.


Húsbílalosun

Á tjaldsvæðinu er fullkominn aðstaða til losunar á salernum ferðabíla og vagna. Sama aðstaða er notuð til losunar á spilli vatni. Vinsamlega farið eftir leiðbeiningum og gangið vel um aðstöðuna.


Þvottavél og þurrkari

Tjaldgestir hafa aðgang að þvottavél og þurrkara sem eru undir þakinu á milli salernishúsana. Aðgangur er greiddur með 50 kr eða 100 kr. mynnt. Tjaldverðir skipta í mynt og selja einnig þvottaefni.


Wifi

Ekki er Wifi aðgangur á vegum tjaldsvæðisins.