Byggingar
HAMRAR I
Sveitabær byggður árið 1930. Í húsinu er ýmis aðstaða sem nýtist svæðinu og skátunum í bænum. Gömul hlaða og hesthús við bæinn eru nýtt sem geymsla og áhaldahús fyrir tjaldsvæðið og útilífsmiðstöðina.
EINBÚI
Færanleg skólastofa staðsett við Hamra I þar sem er starfsmannaaðstaða svæðisins.
HAMRAR II
Þar stóð einnig sveitabær sem byggður var 1956 en var endurbyggður í núverandi mynd árið 2000. Þar er þjónustuhús staðarins og svefnaðstaða er fyrir 18 manns á svefnlofti. Tvö salerni og sturta. Borðstofa og eldhús og herbergi með bæklingum, kortum og ýmsum upplýsingum fyrir ferðamenn.
HLAÐAN
Hlaðan á Hömrum II er gott skjól gegn vatni og vindum. Í henni er rúmgóður salur með borðum og bekkjum. Þar er einnig eldunaraðstaða fyrir hópa. Hlaðan er tilvalin aðstaða fyrir 80 - 100 manna samkomur og grillveislur. Hlaðan er ekki upphituð og panta þarf afnot af henni fyrirfram í síma 843-0002 eða á netfanginu hamrar@hamrar.is
SKRIFSTOFA
Skrifstofa svæðisins er í litlu húsi sem er sambyggt hlöðunni.
SALERNI
Þrjú fullbúin salernishús með átta salernum og fjórum sturtum í hverju þeirra. Í tveimur þeirra er salerni með aðgengi fyrir fatlaða og sturta í einu. Við öll húsin eru útivaskar, aðstaða til að taka vatna á brúsa og ferðavagna og aðstaða til að losa ferðasalerni og þvo bíla og vagna. Salernishúsin eru staðsett þannig að þau þjóni ákveðnum svæðum sem best. Bóndi er við tjaldflöt 5 og er ætlað að þjóna tjaldflötum 1-6. Kerling er við tjaldflöt 9 og er ætlað það þjóna tjaldflötum 7-11. Krummi er við flöt 14 og er ætlað að þjóna tjaldflötum 12-16. Auk þessa er á svæðinu eitt minna salernishús með fimm salernum staðsett við flöt 16. Í grænu hlöðunni við flöt 1 eru fjögur salerni. Í þjónustuhúsinu eru svo tvö salerni ásamt sturtu. Á álagstímum eru einnig nýttir salernis og sturtugámar.
SKÁTASKÁLAR
Skátafélagið Klakkur á 3 útileguskála í nágrenni Akureyrar: VALHÖLL, FÁLKAFELL og GAMLA. Valhöll er nýlegur skáli búinn rafmagni, salernum, sturtum, eldhúsi og borðstofu ásamt svefnlofti fyrir 20 manns og 2 foringjaherbergjum. Valhöll er u.þ.b 7 km. frá Hömrum. Hægt er að fá skálann leigðan ef pantað er fyrirfram í síma 843-0002 eða á netfanginu hamrar@hamrar.is