Reglur

Reglur

Á tjaldsvæðum okkar gilda almennar tjaldsvæðareglur sem eru eftirfarandi:


1. Tjaldsvæðið er fjölskyldutjaldsvæði og yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Við sérstakar aðstæður geta aldurstakmörk verði hærri.

2. Gestum ber að hafa samband við tjaldvörð og greiða dvalargjöld.

3. Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu á að vera í lágmarki og er takmörkuð við akstur inn og útaf svæðinu. Hámarkshraði er 15. km/klst.

4. Ekki má rjúfa næturkyrrð, vera með háreysti eða valda óþarfa hávaða með umferð eða öðru.

5. Virða ber næturkyrrð á milli kl 24 og 08.

6. Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðinu.

7. Sorp skal sett í þar til gerð ílát, flokkað eftir þeim reglum sem gilda á tjaldsvæðinu.

8. Hundar mega aldrei vera einir eða lausir á tjaldsvæðinu eða valda öðrum gestum ónæði eða ótta.

9. Vinnið ekki spjöll á náttúrunni, húsnæði eða búnaði tjaldsvæðisins.

10. Brot á umgengnisreglum getur varðað brottreksti af tjaldsvæðinu.
Umferð bíla

Leyfilegt er að hafa bíla á tjaldflötum meðan pláss leyfir. Óski tjaldverðir eftir því að bílar séu fjarlægðir skulu tjaldgestir verða við því. Umferð bíla um tjaldsvæðið á alltaf að vera í lágmarki og öll umferð bíla er bönnuð frá kl. 00.00 - 08.00 og gæti aksturs-leiðum þá verið lokað. Eftir lokun umferðar verður að leggja bílum á bílastæðum og ganga að tjaldstæðum.


Vistgötur

Á svæðinu gilda reglur visthatna sem kveða á um að hámarkshraði er 15. Km á klst. Gangandi vegfarendur hafa forgang og eru ökumenn beðnir að taka tillit til þess að víða eru born áferðinni eða að leik. Tjaldverðir geta takmarkað umferð frekar við vissar aðstæður


Meðferð elds

Bannað er að kveikja opinn eld á svæðinu. Farið varlega með grill og gastæki. Vinsamlega leggið ekki einnota grill beint á jörðina og fargið þeim ekki í sorpílát fyrir almennt sorp. Notið sérstök ílát undir grillkolaösku sem eru víða á svæðinu þegar grillkolum er fargað.


Áfengi

Ölvun á tjaldsvæðinu er bönnuð.
Rusl er ekki bara rusl: Það má endurnýta

Gestir eru beðnir að ganga vel um og nota sorpílát svæðisins og flokka sorp eftir þeim reglum sem í gildi eru á tjadsavæðinu. Látið tjaldverði vita ef misbrestur verður á losun sorpíláta.


Sorpflokkun

Við leggjum metnað okkar í að allt sorp sé flokkað til endurvinnslu eða förgunar á sem umhverfisvænastan hátt. Farið er að reglum akureyrarbæjar og í sumum tilfellum gengið lengra en þær kveða  á um. Flokkunarkerfið er enn í þróun þannig að við finnum hagkvæmustu lausnirnar.

Eftirfarandi flokkun gildir.

 • Papír og dagblöð.

 • Bylgjupappi og sléttur pappi

 • Plast. Þarf að vera hreint

 • Fernur undan mólk og söfum. Þurfa að vera hreinar.

 • Málmar

 • Gler allt nema drykkjarflöskur.

 • Almennt sorp til urðunar

 • Kertastubbar

 • Grillkola aska

 • Rafhlöður

 • Spilliefni

 • Spilliolíur

 • Drykkjarumbúðir dósir og flöskurSorpílát

Við öll salernishús og víðar um svæðið eru sorpílát sem eru merkt miðað við það sem í þau má fara. Ein stór flokkunarstöð er á svæðinu þar sem hægt er að losa sig við alla flokka sorps sem til fellur. Vinsamlega virðið merkingar og setjið réttan flokk í rétt ílát.


Dósir og flöskur

Við söfnum drykkjarumbúðum með skilagjaldi undir merkjum Grænu skátanna. Söfnunar ílát eru við öll salernishús og víðar á svæðinu. Vinsamlega setjið flöskur og dósir í þessi sérmerktu söfnunarílat frekar í þær en í sorpílátin.

A PHP Error was encountered

Severity: Core Warning

Message: PHP Startup: Unable to load dynamic library '/usr/lib/php5/20131226/sqlite3.so' - /usr/lib/php5/20131226/sqlite3.so: cannot open shared object file: No such file or directory

Filename: Unknown

Line Number: 0

Backtrace: