FOLF að Hömrum

Aðstaðan


Að Hömrum er 18 holu folfvöllur. Hjá tjaldvörðum má nálgast skorkort fyrir brautina og kaupa folfdiska. Öllum er frjálst að koma og spila á vellinum. Hér má líka nálgast skorkortið og prenta það svo út áður en komið er til að spila á vellinum. Tekið er á móti hópum sem vilja prófa FOLF. Tíma þarf að panta og semja um verð í síma 863 0725 eða á hamrar@hamrar.is

Kort af FOLF vellinum, smellið á myndina til að nálgast skorkort fyrir völlinn.

FOLF völlur kort - Smella hér til að nálgast skorkort


FOLF - Frisbee golf - skemmtileg almenningsíþrótt

Frisbee golf er leikið á svipaðan hátt og venjulegt golf. Í stað golfkylfa og golfbolta nota leikmenn frisbídiska. Þessi íþrótt var mótuð á áttunda áratug og á það sameiginlegt með venjulegu golfi að reynt er að klára hverja holu í sem fæstum köstum. Folfdisknum er kastað frá teigsvæði í átt að skotmarki sem er “holan”. Þessi hola getur verið mismunandi en oftast er um að ræða sérsmíðaðar körfur. Leikmenn taka hvert kast frá þeim stað þar sem diskurinn lenti síðast. Hæðir, hólar, tré o.f.l. sem finna má út um allan völlinn eru leikmönnum áskorun og hindrun í tilraunum þeirra við að koma disknum í körfuna. Loks endar “púttið” í körfunni og þeirri holu er þá lokið. Frisbígolf á sameiginlega sömu gleðina og spennuna sem finna má í hefðbundnu golfíþróttinni, hvort sem það er við að lenda löngu pútti í holu eða við það að lenda á tré miðja vegu niður flötina. Nokkur atriði eru þó frábrugðin. Venjulega þarf ekki að borga neitt fyrir að spila frisbígolf! Auk þess þarftu ekki að leigja eða kaupa mikinn búnað.