Flokkun tjaldsvæða

Afþreying í boði

Tjaldsvæði á Íslandi eru flokkuð eftir flokkunarviðmiði sem Ferðamálaráð Íslands hefur sett fram og er flokkunin valkvæð. Framkvæmdin er með þeim hætti að flokkunarviðmið eru sett upp á áberandi stað á tjaldsvæðinu og síðan er það gesta að ganga eftir því að svæðið standist þær kröfur sem stjörnugjöf þess gerir ráð fyrir. Ef gestum þykir að viðkomandi tjaldsvæði standist ekki settar kröfur, þá eru þeir vinsamlegast beðnir um að koma athugasemdum til Ferðamálaráðs Íslands í síma 464 9990 eða á netfangið: upplysingar@icetourist.is


Tjaldsvæði - flokkar


- Tjaldsvæðið skal vera greinilega afmarkað og fjárhelt.

- Tjaldstæði skulu vera slétt og vel hirt.Svæðið skal vera greinilega merkt, svo og akstursleiðir um það.

- Á svæðinu skal vera búnaður til fyrstu hjálpar hjá umsjónaraðila.

- Upplýsingatafla skal vera til staðar með umgengnisreglum og símanúmeri hjá umsjónaraðila

- Á svæðinu skal vera daglegt eftirlit.

- Fjöldi salerna og vaska skal taka mið af reglugerð um hollustuhætti og hafa verið tekin út af heilbrigðiseftirliti.

- Salerni opin 24 tíma á sólahring.

- Sorp skal fjarlægt reglulega.

- Öllum mannvirkjum á svæðinu skal vera vel við haldið.

- Öll aðstaða á svæðinu skal vera greinilega merkt.

- Upplýsingar um neyðarnúmer skulu vera a.m.k. á íslensku og ensku.

- Á svæðinu skal vera aðstaða til losunar affallsvatns og seyru af húsbílum eða upplýsingar um næsta losunarstað.Í viðbót við flokk eitt kemur:

- Starfsfólk hafi að lágmarki tveggja tíma viðveru yfir daginn.

- Upplýsingatafla með viðverutíma starfsfólks skal hanga uppi.

- Þjónustusvæði skal vera upplýst.

- Í neyðartilfellum skal vera aðgangur að síma í næsta nágrenni.

- Tekið sé við greiðslukortum.

- Borð og bekkir séu á svæðinu.Í viðbót við ofanritað skal vera:

- Starfsfólk hafi fasta viðveru á álagstímum (dæmi: 8-10 og 17-21) og næturvakt skal vera um helgar.

- Gestamóttaka skal vera aðgengileg með svæðisupplýsingum og upplýsingum um önnur tjaldsvæði.

- Borð og stólar undir þaki.

- Póstkassi skal vera á svæðinu.

- Aðgangur sé að þvottavél og þurrkaðstöðu.

- Aðstaða til sorpflokkunar. (a.m.k. samkvæmt lágmarkskröfum um förgun spilliefna)

- Heitt og kalt vatn skal vera á svæðinu.

- Hægt sé að fá allar upplýsingar um svæðið og leggja inn gistipantanir utan opnunartíma svæðisins.

- Leiktæki séu fyrir börn á svæðinu.Í viðbót við ofanritað skal vera:

- Starfsfólk hafi fasta viðveru á svæðinu frá kl. 07:00-23:00 alla daga.

- Gestir hafi aðgengi að nettengingu.

- Sérstök stæði skulu vera fyrir húsbíla og fellihýsi með aðgengi að rafmagni.Í viðbót við ofanritað skal vera:

- 24 tíma viðvera alla daga.

- Veitingasala á staðnum.


Skýringar á texta:

·  Tjaldsvæði = Afmarkað svæði ætlað fjölda tjalda

·  Tjaldstæði = Staður innan afmarkaðs tjaldsvæðis ætlað stöku tjaldi (fellihýsi, húsbíl...)