Velkomin á Hamrar - opið allt árið.

Stadurinn


Hamrar, útilífsmiðstöð skáta á Akureyri tók til starfa árið 2000 eftir nokkurra ára uppbyggingu. Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Hamrar eru landnámsjörð sem byggð var úr landnámi Helga Magra.

Fjölskyldutjaldsvæðið að Hömrum um Bíladaga 2024

Íslenskur texti

Dagana 13.-17. júní fara fram Bíladagar á Akureyri og búast má við auknum fjölda gesta í bænum og á tjaldsvæðunum. Þessa daga opnar Bílaklúbburinn sérstakt tjaldsvæði á sínu svæði þar sem gestir bíladaga geta dvalið.FjölskyldutjaldsvæðiðaðHömrum er opið um bíladaga líkt og alla daga ársins.Tjaldsvæðið að Hömrum er fyrst og fremst ætlað fjölskyldum og aðgangi stýrt inn á svæðið miðað við það. Aukin gæsla verður þessa helgi og gerðar eru ríkar kröfur til tjaldgestaum að næði sé virt á svæðinu svo bæði börn og fullorðnir geti notið dvalarinnar.18 áraaldurstakmarkerinn átjaldsvæðið á Hömrum og yngri einstaklingum sem ekki verða í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum verður vísað frá. Það dugar ekki að vera í fylgd með einhverjum sem er eldri en átján ára.

Rétt er að taka fram að tjaldsvæðið að Hömrum kom illa undan vetri og eru stórir hlutar af svæðinu illa farnir af kali eins eru hlutar svæðisins mjög blautir ennþá.Unnið er að því að sá í hluta svæðisins og aðra hluta h0fum við þurft að girða af vegna bleytu. Við vonum að þetta hafa isem minnst áhrif á gesti okkar en biðjum alla um að fara eftir leiðbeiningum um hvar má tjalda/leggja til að koma í veg fyrir frekari skemmdir á svæðinu.

Aðstaðan

Í boði á báðum tjaldsvæðum:
Salerni
Sturtur
Rafmagn
Þvottavél og þurrkari
Upplýsingar
Leiktæki

Einungis í boði á Hömrum:

Skiptiaðstaða
Bátaleiga
Netaðgangur
Svefnloft
Eldunaraðstaða
Gönguleiðir

Opnunartímar


Hamrar:

Opið allt árið

18 ára aldurstakmark nema í fylgd með forráðamanni

Staðsetning: Google maps


Kort af svæðinu

Hér er hægt að bóka dvöl á tjaldsvæðinu. Athugið að ekki er verið að bóka ákveðið stæði heldur bara að bóka og greiða fyrir dvölina. Stæðið er valið við komu. Við komu þarf að hafa samband við tjaldvörð, innrita sig og fá miða á gistieiningu og í bíl.

Bókaðu dvölina hér


Þórunnarstræti:

Tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti hefur verið lokað


Verð



VERÐ 2025

Fullorðin*: 2.450 kr. / mann 

Eldri borgarar (67+) og öryrkjar: 2.000 kr. / mann 

Frítt fyrir börn yngri en 18 ára í fylgd með fjölskyldu, á ekki við um hópa 

Gistieining **: 450 kr. / eining 

Gistináttaskattur** innifalinn 

Rafmagn: 1.500 kr. / nótt 

* 2.100 kr. / nótt eftir fyrstu nótt ef keyptar eru margar í einu. 

** Frá 1. janúar 2024 er gistináttaskattur innheimtur samkvæmt lögum.


Svefnloft 

Svefnloft*: 4.350 kr. / mann Gistináttaskattur** innifalinn 

* Verð gildir um alla fullorðna sem og börn. 

** Frá 1. janúar 2024 er gistináttaskattur innheimtur samkvæmt lögum.